Við bjóðum upp á hádegisleiðsagnir á föstudögum fram að jólum. Þær hefjast kl. 12:15 og taka hálftíma. Á myndinni er einn góðra gripa úr safneigninni. Kjóll Bjarkar Guðmundsdóttur eftir Hrafnhildi Arnardóttur (Shoplifter). Þær Björk og Hrafnhildur gáfu safninu kjólinn, en Björk notaði hann á einu af tónleikaferðalögum sínum. Fleiri upplýsingar um kjólinn er að sjálfsögðu að finna á sýningunni ,,Geymilegir hlutir."
Verið velkomin! Starfsfólk Hönnunarsafns Íslands.