Hrafnhildur Arnardóttir

Við bjóðum upp á hádegisleiðsagnir á föstudögum fram að jólum. Þær hefjast kl. 12:15 og taka hálftíma. Á myndinni er einn góðra gripa úr safneigninni. Kjóll Bjarkar Guðmundsdóttur eftir Hrafnhildi Arnardóttur (Shoplifter). Þær Björk og Hrafnhildur gáfu safninu kjólinn, en Björk notaði hann á einu af tónleikaferðalögum sínum. Fleiri upplýsingar um kjólinn er að sjálfsögðu að finna á sýningunni ,,Geymilegir hlutir."

Verið velkomin! Starfsfólk Hönnunarsafns Íslands.

Lesa áfram

Á gráu svæði

Hrafnhildur Arnardóttir eða Shoplifter hefur skapað sér mikla sérstöðu innan listheimsins með notkun á hári í verkum sínum. Nú nýverið hlaut Hrafnhildur mikilvæga viðurkenningu þegar hún var var valin fulltrúi hinna virtu norrænu textílverðlauna sem verða afhent síðar á þessu ári. Hárið í verkum Hrafnhildar gegnir ekki aðeins hlutverki uppistöðu heldur er táknheimur og merkingarbærni þess ríkur hluti af myndsköpun Hrafnhildar. Almennt séð er hárið hluti af sjálfsmynd mannsins, glæsileika hans og hégóma en það getur einnig vakið ónotakennd og er nánast órjúfanlegur hluti þess að skapa ógeðfelldar persónur og mystík og ná fram myndheimi myrkra afla.

2011-03-23T00:00:00 to 2011-05-29T00:00:00
Lesa áfram

Sunnudaginn 29. maí lýkur sýningu Hönnunarsafns Íslands á húsgögnum Gunnars Magnússonar húsgagnahönnuðar. Sama dag lýkur sýningu á verkum Hrafnhildar Arnardóttur, Á gráu svæði. Sýningarnar höfða til fjölbreytts hóps unnenda íslenskrar hönnunar og menningarsögu og hafa verið mjög vel sóttar.

Á laugardaginn kl. 15 mun Ásdís Ólafsdóttir sýningarstjóri ganga með Gunnari um sýninguna á verkum hans og gefst gestum því kærkomið tækifæri til að hlusta á ýmsan fróðleik um íslenska húsgagnasögu og feril Gunnars, en hann er einn okkar afkastamesti húsgagna- og innanhússhönnuður. Í framhaldi af leiðsögn Ásdísar mun Harpa Þórsdóttir forstöðumaður Hönnunarsafnsins ganga um sýningu Hrafnhildar Arnardóttur og segja frá verkum hennar en hún hlaut nýverið hin virtu norrænu textílverðlaun sem verða afhent í Svíþjóð síðar á þessu ári.

Verið velkomin!

Lesa áfram

Barbara Miklič Türk, forsetafrú Slóveníu, heimsótti Hönnunarsafn Íslands í Garðabæ þriðjudaginn 3. maí sl. í fylgd með forsetafrú Íslands Dorrit Moussaieff.  Heimsóknin var liður í dagskrá í opinberri heimsókn forseta Slóveníu og föruneytis dagana 3.-5. maí. 

Harpa Þórsdóttir forstöðumaður Hönnunarsafn Íslands tók á móti gestunum og fylgdi þeim um þær sýningar sem eru nú í Hönnunarsafninu.  Í safninu er yfirlitssýning á verkum Gunnars Magnússonar húsgagnahönnuðar og einnig er í safninu sýningin Á gráu svæði með verk eftir Hrafnhildi Arnardóttur.

Lesa áfram
Subscribe to RSS - Hrafnhildur Arnardóttir