Í vor efndi Garðabær í samvinnu við Hönnunarmiðstöð Íslands til samkeppni um hönnun á nýju aðkomutákni eða einkenni til að marka aðkomu að bænum. Boðið var upp á kynningarfund um Garðabæ þann 13. apríl í Hönnunarsafni Íslands en skilafrestur tillagna var 23. júní 2016.

Á sýningunni er að finna allar þær tillögur sem bárust í keppnina en dómnefnd valdi eina tillögu og voru úrslit samkeppninnar kynnt á afmælisdegi Garðabæjar þann 3. september um leið og sýningin var opnuð. Samkeppnin var opin hönnuðum og listamönnum og sá Hönnunarmiðstöð Íslands um framkvæmd keppninnar.

2016-09-03T11:30:00 to 2016-10-16T17:30:00