Í tengslum við yfirlitssýningu Hönnunarsafns Íslands á verkum Steinunnar Marteinsdóttur leirlistamanns stóð safnið fyrir Opnu húsi á heimili Steinunnar laugardaginn 31. janúar síðastliðinn. Fjöldi fólks nýtti þetta tækifæri til að skoða hlýlegt og listrænt heimili og vinnustofur Steinunnar þennan fagra vetrardag.  Steinunn flutti árið 1969 að Hulduhólum, en hún og þáverandi eiginmaður hennar Sverrir Haraldssson listmálari, breyttu fjósi og hlöðu í heimili og vinnustofur þar sem Steinunn býr enn. Húsið er framúrskarandi vitnisburður um heimili listamanns, þar sem útsjónarsemi, hagleikur og næmni fyrir fagurfræði ráða ríkjum.  Mátti heyra á máli fólks sem kom að skoða verk Steinunnar og heimili að það hefði lengi langað til að skoða þetta sérstaka hús, sem liggur í þjóðleið.

Lesa áfram