Hvít jól

Hvít jól

Hvít jól er heiti jólasýningar Hönnunarsafns Íslands 2011. Þar gefur að líta fjölbreyttan norrænan borðbúnað úr ýmsum áttum - gamalt í bland við nýtt og kunnuglega hluti í bland við framandi. Í huga mínum eru jólin eitt stórt matarboð: sparistellið á borðum, ilmur af jólasteik og furutré og jólakveðjurnar í útvarpinu auka á hátíðleikann.

2011-10-28T00:00:00 to 2012-01-15T00:00:00
Lesa áfram

Hönnunarsafn Íslands sýnir jólaóróa sem æfingastöð Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra hóf framleiðslu á er þau fögnuðu 50 ára afmæli sínu árið 2006. Það ár var ákveðið að hefja framleiðslu á jólaóróum til styrktar stöðinni sem sinnir umfangsmestu sjúkra- og iðjuþjálfun barna á landinu. Íslensku jólasveinarnir og nánustu ættingjar þeirra eru í aðalhlutverki í jólaóróaseríunni. Nú þegar hafa sjö úr þessari þekktu fjölskyldu litið dagsins ljós: Kertasníkir, Hurðaskellir, Grýla, Ketkrókur, jólakötturinn og nú síðast Leppalúði. Þær Ingibjörg Hanna Bjarnadóttir hönnuður og Ingibjörg Haraldsdóttir ljóðskáld unnu saman að sköpun Leppalúða í ár.

Lesa áfram

Í Svarta sal Hönnunarsafn Íslands stendur yfir kynning á jólakúlum og jólaóróum Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra.
Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra hefur frá jólunum 2003 látið gera Kærleikskúlu úr gleri. Allur ágóði af sölu hennar rennur til starfsemi Reykjadals.

Ár hvert fær Kærleikskúlan nýtt útlit sem skapað er af listamanni. Í ár ber hún titilinn „Skapaðu þinn heim“ og er hönnuð af listakonunni Yoko Ono.
Gler kúlunnar er tært eins og kærleikurinn, rauður litur borðans táknar lit jólanna. Með þessum táknum fylgir boðskapur hvers listamanns á sjálfri kúlunni.
 
Í umbúðum sem fylgir hverri kúlu er bæklingur með upplýsingum um listamanninn sem skreytir kúluna og hugleiðingar hans um eigið verk.

Lesa áfram

Í nóvember og desember hefur  Hönnunarsafn Íslands boðið upp á jólasmiðjur fyrir nemendur leik-og grunnskóla í tengslum við jólasýningu safnsins Hvít jól. Skólabörnin hafa búið til kramarhús, músastiga,  klippt jóladúka og búið til jólaskraut af ýmsu tagi. Börnin hafa ekki látið sitt eftir liggja sungið jólalög og  skreytt jólatré safnsins með litríku jólaskrauti.
 Jólasmiðjan hefur farið vel af stað og skín ákafinn og tilhlökkun fyrir jólunum úr hverju andliti hver hlutur hefur sitt sérkenni og er búin til af alúð þar sem einfaldleikinn og smáatriðin spila saman og mynda hlut sem er fallegt að skreyta með og gaman að snerta, eiga eða gefa.
Á myndunum má sjá áhugasama nemendur Hofsstaðaskóla og Flataskóla klippa út kramarhús og nemendur Leikskólans Bæjarbóls skreyta jólatré safnsins.

Lesa áfram

Í Hönnunarsafni Íslands ríkir jólastemmning, jólavörurnar eru komnar í verslunina og í sýningarsal safnsins stendur yfir sýningin Hvít jól þar sem bæði börn og fullorðnir finna eitthvað við sitt hæfi. Að auki stendur yfir sýningin Hlutirnir okkar á munum úr safneign safnsins.

Ókeypis aðgangur verður í safnið laugardaginn 26. nóvember frá kl. 12 - 17. Verið velkomin í Hönnunarsafn Íslands!

Sjá einnig upplýsingar um jóladagskrá á Garðatorgi í Garðabæ laugardaginn 26. nóvember.

Lesa áfram

Á jólasýningu safnsins gefur að líta stórt hátíðarborð fyrir þrettán gesti þar sem áhersla er lögð á borðbúnað og stóla sem eru verk hönnuða frá öllum norðurlöndunum, diskar, glös, hnífapör og ílát sem hönnunarsagan hefur skilgreint sem framúrskarandi hönnun.

Helgina 12.-13. nóv. er síðasta sýningarhelgi á verkum finnska mynstur- og textílhönnuðarins Píu Holm en vefnaðarvara hennar er skreytt stórgerðu mynstri sem einkennist af metnaði og fágun. Pía leikur sér gjarnan með ólíka tækni og útfærslur á mynstrum sínum. Hún hefur að undanförnu unnið með nokkrum af fremstu fyrirtækjum Skandinavíu á  sviði textíl- og innanhússhönnunar.
Mynstrin sem eru til sýnis voru unnin fyrir Marimekko, hið víðfræga finnska textíl- og fatahönnunarfyrirtæki.

Lesa áfram

Föstudaginn 28. október kl. 17 verður opnuð ný sýning í Hönnunarsafni Íslands. Að þessu sinni sýnum við fjölbreyttan norrænan borðbúnað og stóla. Við höfum leitað fanga á heimilum fólks og víðar og sett saman á skemmtilegan hátt - gamalt í bland við nýtt, stál í bland við silfur, kristal í bland við gler og kunnuglega hluti í bland við framandi.
Norræn jól snúast að miklu leyti um hefðir og hátíðleika. Við höldum gjarnan í fjölskyldusiði þar sem matargerð og borðhald leika stærsta hlutverkið. Á hátíðarborðinu á hver hlutur sinn sess og öllu er tjaldað til.
Á sýningunni má meðal annars sjá diska, glös, hnífapör og ílát sem hönnunarsagan hefur skilgreint sem framúrskarandi hönnun og er orðin þekkt víða um heim. Þó hafa margir þessara hluta ekki hlotið þann stað í hugum okkar að þeir eigi heima á uppdekkuðu hátíðarborði.

Lesa áfram
Subscribe to RSS - Hvít jól