Sunnudaginn 26. maí kl. 14 verða leiðsagnir um báðar sýningar safnsins.
Innlit í Glit
Inga Ragnarsdóttir myndlistarmaður mun ganga um sýninguna Innlit í Glit og segja frá starfsemi leirbrennslunnar Glit sem var stofnuð árið 1958. Sumir af okkar þekktustu leir- og myndlistarmönnum hófu starfsferil sinn í Glit og verður varpað ljósi á það vinnulag sem ríkti á verkstæðinu að Óðinsgötu og þær breytingar sem urðu við framleiðsluna eftir að fyrirtækið fluttist á Höfðabakkann um 1970.