Innlit í Glit

Sunnudaginn 26. maí kl. 14 verða leiðsagnir um báðar sýningar safnsins.

Innlit í Glit

Inga Ragnarsdóttir myndlistarmaður mun ganga um sýninguna Innlit í Glit og segja frá starfsemi leirbrennslunnar Glit sem var stofnuð árið 1958. Sumir af okkar þekktustu leir- og myndlistarmönnum hófu starfsferil sinn í Glit og verður varpað ljósi á það vinnulag sem ríkti á verkstæðinu að Óðinsgötu og þær breytingar sem urðu við framleiðsluna eftir að fyrirtækið fluttist á Höfðabakkann um 1970.

Lesa áfram

Sunnudaginn 12. maí kl. 14 mun Harpa Þórsdóttir forstöðumaður Hönnunarsafnsins ganga um sýninguna Innlit í Glit ásamt Sigríði Erlu Guðmundsdóttur leirlistakonu og spjalla um íslenska leirinn og reynslu Sigríðar af honum.

Frumherjar í íslenskri leirlistasögu á 20. öld áttu það allir sameiginlegt að vinna með íslenskan leir. Margar rannsóknir og tilraunir voru gerðar með leirinn og eiginleika hans. Oft enduðu þær með því að hætt var að nota íslenska leirinn vegna þess hversu erfiður hann var í mótun og brennslu í samanburði við innfluttan leir. Í Glit var lögð rík áhersla á að nota íslenskt hráefni og var unnið með íslenska leirinn frá stofnun leirbrennslunnar árið 1958 til um 1970-71.

Lesa áfram

Saga Leirbrennslunnar Glits  - þáttur Gerhard Schwarz í íslenskri leirlistasögu.

Sunnudaginn 5. maí kl. 14 mun Harpa Þórsdóttir forstöðumaður Hönnunarsafnsins ganga með Aldísi Báru Einarsdóttur um sýninguna Innlit í Glit. Aldís nam leirmunagerð hjá þýska leirlistamanninum Gerhard Schwarz, sem kom til starfa við leirbrennsluna Glit árið 1968 og starfaði þar til 1973.

Lesa áfram

Sunnudaginn 14. apríl klukkan 14 mun Þóra Sigurbjörnsdóttir, fulltrúi safneignar, vera með almenna leiðsögn um sýningarnar Nordic Design Today og Innlit í Glit.

Nordic Design Today kynnir úrval nýrrar norrænnar hönnunar á tímum sem einkennast af leit að nýjum einkennum og leiðum. Hönnuðirnir eru Front, Harri Koskinen, Henrik Vibskov, Sigurd Bronger, Sigurður Gústafsson og Steinunn Sigurdardóttir. Þau hafa öll hlotið Torsten og Wanja Söderberg verðlaunin, sem eru stærstu hönnunarverðlaun sinnar tegundar og veitt árlega norrænum hönnuði.

Lesa áfram

Hönnunarsafn Íslands opnar sýningu á Safnanótt á völdum munum frá árunum 1958 til 1973 úr sögu Leirbrennslunnar Glits hf. Á sýningunni er lögð áhersla á þá staðreynd að þrátt fyrir flókna sögu Glits á löngum starfstíma, voru menn fyrsta rúma áratuginn einbeittir í því að nota íslenskan leir og íslensk jarðefni, sérstaklega hraunið, í framleiðsluna.

Lesa áfram
Subscribe to RSS - Innlit í Glit