Aðfangadagur, 24.des. Lokað
Jóladagur, 25.des. Lokað
Annar í jólum, 26. des. Lokað
Gamlársdagur, 31. des. Lokað
Nýársdagur, 1. jan. Lokað
Starfsfólk Hönnunarsafns Íslands sendir óskir um gleðilega hátíð og þakkar góð samskipti á árinu sem er að líða.
Í sýningarsölum Hönnunarsafns Íslands eru þrjár sýningar:
Sýningin Hvít jól er jólasýning safnsins í ár. Á sýningunni má sjá fjölbreyttan norrænan borðbúnað. Lagt hefur verið á hátíðarborð með kunnuglegum klassískum borðbúnaði gömlu blandað við nýtt, stáli blandað við silfur og kristal blandað við gler.
Á sýningunni "Hlutirnir okkar" gefur að líta hluti úr safneign safnsins. Margir þekktir gripir eru til sýnis sem gefa innsýn í þá iðnvæðingu sem hér varð á 20. öldinni.