Jól

Myndlistarkonan Jóhanna Ásgeirsdóttir leiðir smiðju þar sem stjörnur Einars Þorsteins, hönnuðar og arkitekts, verða notaðar sem fyrirmynd. Smiðjan er ætluð allri fjölskyldunni og eflaust gaman að sjá fallegar stjörnur í gluggum Garðbæinga í kjölfar smiðjunnar. Þátttaka ókeypis og öll velkomin.

Lesa áfram

Hedi Berick Guðmundsson

Teketill , 1965-1970

 

Er ekki kominn tími á jólatossalistann? Það er svo margt sem þarf að gera fyrir jólin! ... eruð þið orðin stressuð?

Engar áhyggjur því að ef hellt er upp á kamillute hefur það áhrif á hugann og róar allt kerfið. Desember mun því líða í fullkomnu jafnvægi sálar og líkama.

 

Hedi Berick Guðmundsson var þýsk og starfaði sem leirkerasmiður á Íslandi frá því um 1960. Hún vann fyrst um sinn í Glit undir stjórn Ragnars Kjartanssonar (1923-1988) myndlistarmanns.

Lesa áfram

Eitthvað fyrir Gluggagægi?

Jóladagatal Hönnunarsafns Íslands verður opnað á hverjum degi í desember fram að jólum. Í anddyri safnsins breytum við glugga í jóladagatal og sýnum einn hlut úr safneigninni á dag. Enginn veit hvað mun birtast kl. 12:00 á hádegi hvern dag.

Í tilefni af 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna verður jóladagatalið tileinkað konum í ár. 

Þeir sem missa af því að skoða hlutinn í glugganum geta skoðað hann og upplýsingar um hann á heimasíðu safnsins eða á facebook. Þar munu þeir birtast einn og einn fram að jólum.

 

Ókeypis aðgangur 5. desember

Ljósin á jólatrénu í Garðabæ verða tendruð þann 5. desember og þá bjóðum við upp á ókeypis aðgang í Hönnunarsafn Íslands frá kl. 12-17.

Verið velkomin á sýningarnar Geymilegir hlutir og Safnið á röngunni.

Lesa áfram

Einar Þorsteinn Ásgeirsson (1942)

Íbúðir prestkandídata á Hallgrímskirkju, 1974

 

Það er stutt að fara í messu úr þessum íbúðum!

Hugmynd Einars frá 1974 um að byggja kúlulaga íbúðir utan á Hallgrímskirkju fyrir prestkandídata.

Lesa áfram

Hvít jól

Hvít jól er heiti jólasýningar Hönnunarsafns Íslands 2011. Þar gefur að líta fjölbreyttan norrænan borðbúnað úr ýmsum áttum - gamalt í bland við nýtt og kunnuglega hluti í bland við framandi. Í huga mínum eru jólin eitt stórt matarboð: sparistellið á borðum, ilmur af jólasteik og furutré og jólakveðjurnar í útvarpinu auka á hátíðleikann.

2011-10-28T00:00:00 to 2012-01-15T00:00:00
Lesa áfram

Þorláksmessa, 23. Des. Lokað
Aðfangadagur, 24.des. Lokað
Jóladagur, 25.des. Lokað
Annar í jólum, 26. des. Lokað
Föstudagur, 27. des. Opið
Laugardagur, 28. des. Opið
Sunnudagur, 29. des. Opið
Mánudagur, 30. des. Lokað
Gamlársdagur, 31. des. Lokað
Nýársdagur, 1. jan. Lokað

Starfsfólk Hönnunarsafns Íslands óskar öllum gleðilegrar hátíðar og þakkar góð samskipti á árinu sem er að líða. Í safninu standa yfir sýningarnar Óvænt kynni og Viðmið / Paradigm.
Í Kraum, safnbúð, er gott úrval af íslenskri hönnun, bókum og skemmtilegum jólavörum.
Verið velkomin!

Lesa áfram

Aðfangadagur, 24.des. Lokað
Jóladagur, 25.des. Lokað
Annar í jólum, 26. des. Lokað

Fimmtudagur, 27. des. Opið
Föstudagur, 28. des. Opið
Laugardagur, 29. des. Opið
Sunnudagur, 30. des. Opið
Gamlársdagur, 31. des. Lokað
Nýársdagur, 1. jan. Lokað
Nýársdagur, 1. jan. Lokað

Starfsfólk Hönnunarsafns Íslands óskar öllum gleðilegrar hátíðar og þakkar góð samskipti á árinu sem er að líða.
Í safninu stendur yfir sýningin FIMM  ÁRATUGIR  Í  GRAFÍSKRI HÖNNUN.
Þar má sjá verk grafíska hönnuðarins Gísla B. Björnssonar.  Á langri starfsævi hefur hann hannað mörg þekkt merki fyrirtækja, t.d. merki Sjónvarpsins, Norræna félagsins og Hjartaverndar.

Lesa áfram

Árið 2012 er senn á enda og því ekki úr vegi að fara yfir það sem gerst hefur í starfi safnsins.
Fjórar sýningar hafa verið settar upp í safninu á þessu ári. Við byrjuðum á að opna litla sýningu um „Sjálfsagða hluti“ með vinnusmiðju fyrir skólahópa. Á  HönnunarMars stýrði Steinunn Sigurðardóttir sýningunni „Fingramál“, þar sem valdir fatahönnuðir fengu það verkefni að hanna úr prjóni. Sumarsýningin „Saga til næsta bæjar“ snerist um vöruhönnun og sýningarstjóri var Hlín Helga Guðlaugsdóttir. Í haust lögðum við allan sýningarsalinn undir grafíska hönnun þegar yfirlitssýningin „Gísli B.- Fimm áratugir í grafískri hönnun“ var sett upp undir stjórn Ármanns Agnarssonar.

Lesa áfram

Þann 1. desember verða ljósin tendruð á jólatrénu á Garðatorgi. Dag Wernø Holter, sendiherra Noregs á Íslandi, afhendir tréð frá vinabænum Asker í Noregi. Í tilefni  þess er ókeypis aðgangur að safninu frá kl. 12-17 þann dag.

Yfirstandandi sýning er yfirlit á verkum Gísla B. Björnssonar grafísks hönnuðar en hann er að sönnu einn atkvæðamesti grafíski hönnuðurinn í íslenskri hönnunarsögu á 20. öld.

Við höfum einnig, í tilefni aðventunnar, stillt upp myndskreyttum jólabókum og ljóðum um jólin sem hafa verið gefin út á Íslandi á síðustu áratugum. Áhugavert er að skoða hvernig rithöfundum, hönnuðum og myndlistarmönnum tekst að vekja hughrif og tilfinningar með samspili orða og mynda. Jólabækurnar og ljóðin liggja frammi á safninu í desember og er gestum velkomið að fletta bókunum og skoða þær. Bókasafn Garðabæjar lánaði bækurnar.

Lesa áfram

Aðfangadagur, 24.des. Lokað
Jóladagur, 25.des. Lokað
Annar í jólum, 26. des. Lokað
Gamlársdagur, 31. des. Lokað
Nýársdagur, 1. jan. Lokað

Starfsfólk Hönnunarsafns Íslands sendir óskir um gleðilega hátíð og þakkar góð samskipti á árinu sem er að líða.

Í sýningarsölum Hönnunarsafns Íslands eru þrjár sýningar:

Sýningin Hvít jól er jólasýning safnsins í ár. Á sýningunni má sjá fjölbreyttan norrænan borðbúnað. Lagt hefur verið á hátíðarborð með kunnuglegum klassískum borðbúnaði gömlu blandað við nýtt, stáli blandað við silfur og kristal blandað við gler.

Á sýningunni "Hlutirnir okkar" gefur að líta hluti úr safneign safnsins. Margir þekktir gripir eru til sýnis sem gefa innsýn í þá iðnvæðingu sem hér varð á 20. öldinni.

Lesa áfram

Síður

Subscribe to RSS - Jól