Keramik

Benedikt Guðmundsson (1907-1960)

bollastell, 1947-1952

 

Á aðventu er notalegt að fá sér heitt súkkulaði með rjóma. Þetta stell hefur ef til vill verið dregið fram um jólin?

Benedikt starfaði sem kjötiðnaðarmaður. Meðfram því vann hann að list sinni. Hann stofnaði leirbrennsluna Sjónarhól árið 1947-1952, þar sem hann renndi m.a. þetta stell.

Lesa áfram

Viðmið

Sýningarstjóri Paradigm er listamaðurinn Lars Sture og samanstendur sýningin af verkum 18 norskra listamanna sem vinna með gler, keramik og málma. Verkin á sýningunni eru eftir marga af fremstu listamönnum Norðmanna og fór val verkanna fram í náinni samvinnu við þá.

Á sýningunni kemur berlega í ljós sá einstaki hæfileiki sem listamenn hafa til að tengja handverkshefðina við nýjar hugmyndir og ljá sköpunarverki sínu yfirbragð vandaðrar vinnu og frumleika. Verkin á sýningunni eiga það öll sameiginlegt að hafa öðlast líf eftir þrotlausar rannsóknir og prófanir.

2013-12-07T00:00:00 to 2014-03-09T00:00:00
Lesa áfram

Hvít jól

Hvít jól er heiti jólasýningar Hönnunarsafns Íslands 2011. Þar gefur að líta fjölbreyttan norrænan borðbúnað úr ýmsum áttum - gamalt í bland við nýtt og kunnuglega hluti í bland við framandi. Í huga mínum eru jólin eitt stórt matarboð: sparistellið á borðum, ilmur af jólasteik og furutré og jólakveðjurnar í útvarpinu auka á hátíðleikann.

2011-10-28T00:00:00 to 2012-01-15T00:00:00
Lesa áfram

Innlit í Glit

Hönnunarsafn Íslands opnar sýningu á Safnanótt á völdum munum frá árunum 1958 til 1973 úr sögu Leirbrennslunnar Glit hf. Á sýningunni er lögð áhersla á þá staðreynd að þrátt fyrir flókna sögu Glit á löngum starfstíma, voru menn fyrsta rúma áratuginn einbeittir í því að nota íslenskan leir og íslensk jarðefni, sérstaklega hraunið, í framleiðsluna.

2013-02-08T00:00:00 to 2013-05-26T00:00:00
Lesa áfram

Sunnudaginn 12. maí kl. 14 mun Harpa Þórsdóttir forstöðumaður Hönnunarsafnsins ganga um sýninguna Innlit í Glit ásamt Sigríði Erlu Guðmundsdóttur leirlistakonu og spjalla um íslenska leirinn og reynslu Sigríðar af honum.

Frumherjar í íslenskri leirlistasögu á 20. öld áttu það allir sameiginlegt að vinna með íslenskan leir. Margar rannsóknir og tilraunir voru gerðar með leirinn og eiginleika hans. Oft enduðu þær með því að hætt var að nota íslenska leirinn vegna þess hversu erfiður hann var í mótun og brennslu í samanburði við innfluttan leir. Í Glit var lögð rík áhersla á að nota íslenskt hráefni og var unnið með íslenska leirinn frá stofnun leirbrennslunnar árið 1958 til um 1970-71.

Lesa áfram

Síður

Subscribe to RSS - Keramik