Kristín Þorkelsdóttir

Kristín Þorkelsdóttir verður á safninu sunnudaginn frá kl. 13-15 og tekur á móti gestum.
Að baki hvers þjóðþekkts verks Kristínar liggja ógrynni af skissum, tilraunum og pælingum, sem ekki hefur verið safnað saman til sýningar fyrr en nú. Á sýningunni má því sjá kunnugleg og áður óséð verk, sem samanlagt umbreyttu smátt og smátt ungri myndlistarkonu í einn helsta brautryðjanda landsins á sviði grafískrar hönnunar.
Sýning á verkum Kristínar stendur yfir í Hönnunarsafni Íslands til 30. desember.
 

Lesa áfram

Sunnudaginn 15. ágúst kl. 13:00 verður leiðsögn um sýninguna, "Kristín Þorkelsdóttir", í Hönnunarsafni Íslands.

Sýningarstjórarnir Birna Geirfinnsdóttir og Bryndís Björgvinsdóttir sjá um leiðsögnina.

Lesa áfram

Kristín Þorkelsdóttir (1936)

Álafoss og Osta og smjörsalan sf., 1968;1969

 

Lopi og smjör, það er hreinlega ekki hægt að halda jól án þessara afurða. Í það minnsta ekki hér á norðurslóðum. Smákökurnar sem hverfa ofan í svanga á hlaupum eða þá lopavettlingarnir sem hlýja lopnum fingrum.

Nei.. það væri hreinlega ekki hægt!

 

Kristín Þorkelsdóttir er einn af okkar helstu grafísku hönnuðum. Hún hefur hannað mörg merki fyrirtækja, gert auglýsingar og teiknaði einmitt peningaseðlana sem við notum svo mikið um jólin.

Lesa áfram
Subscribe to RSS - Kristín Þorkelsdóttir