Leiðsögn

Skemmtileg leiðsögn verður sunnudaginn 25. september kl. 13:00

Árni Jónsson, forstöðumaður Laugardalslaugar og Rannveig Pálmadóttir, fastagestur Laugardalslaugar (gömlu og nýju) til 80 ára segja frá ýmsu sem drifið hefur á dagana í lauginni.
Verið velkomin á líflegt spjall um lífið í lauginni.
Aðgangseyrir á safnið gildir.

Lesa áfram
Sunnudaginn 24. apríl kl. 13:00 verður boðið upp á leiðsögn um sýninguna SUND.
 
Katrín Snorradóttir, þjóðfræðingur gengur með Þóru Sigurbjörnsdóttur sérfræðingi safnins, um sýninguna og segir frá ýmsum hliðum sundmenningar landans.

Katrín vann meistararitgerðina sína í þjóðfræði um sundmenningu Íslendinga og er ein af þeim sem skipa rannsóknarteymi í þjóðfræðinni um efnið.
Lesa áfram

Sýningarstjórar SUNDs, þau Valdimar T. Hafstein, þjóðfræðingur og Brynhildur Pálsdóttir, hönnuður munu ganga með gestum um sýninguna og draga fram áhugaverðar sögur tengdar sundinu og sýningunni.

Leiðsögnin fer fram 27. mars kl. 13:00.

Aðgangseyrir að safninu gildir.

Lesa áfram

Árni Jónsson forstöðumaður Laugardalslaugar og Þóra Sigurbjörnsdóttir sérfræðingur Hönnunarsafns Íslands sjá um leiðsögn um sýninguna SUND sunnudaginn 13. mars kl. 13.

Aðgangseyrir að safninu gildir.

Lesa áfram

Sunnudaginn 17. október kl. 13:00 verður leiðsögn um sýninguna, "Kristín Þorkelsdóttir", í Hönnunarsafni Íslands. Sýningarstjórinn Birna Geirfinnsdóttir sér um leiðsögnina.

Fáir hér á landi hafa skilað af sér jafn mörgum listaverkum, sem tekið er sem sjálfgefnum, og hönnuðurinn Kristín Þorkelsdóttir. Verk hennar hafa verið hvað mest áberandi við hinar hversdagslegustu aðstæður, svo sem inni í ísskápum landsmanna, ofan í töskum þeirra eða við hefðbundið borðhald. Þó má einnig finna verk Kristínar á jafn óaðgengilegum stöðum og í læstum öryggishirslum Seðlabanka Íslands. Enda er Kristín bæði hönnuður fjölmargra umbúða um matvæli og höfundur núgildandi peningaseðlaraðar, sem hún vann að ásamt hönnuðinum Stephen Fairbairn. Þá hefur Kristín hannað urmul auglýsinga, bækur og ýmis þjóðþekkt merki, sem mörg hafa verið í notkun í yfir fimm áratugi.

Lesa áfram

Sunnudaginn 15. ágúst kl. 13:00 verður leiðsögn um sýninguna, "Kristín Þorkelsdóttir", í Hönnunarsafni Íslands.

Sýningarstjórarnir Birna Geirfinnsdóttir og Bryndís Björgvinsdóttir sjá um leiðsögnina.

Lesa áfram

Sunnudaginn 6. júní kl. 14:00 verður leiðsögn um sýninguna, Kristín Þorkelsdóttir, í Hönnunarsafni Íslands. Sýningarstjórarnir Birna Geirfinnsdóttir og Bryndís Björgvinsdóttir sjá um leiðsögnina.

Lesa áfram

Sunnudaginn 21. febrúar kl 14:00 mun Inga S. Ragnarsdóttir, myndlistarmaður og annar af sýningarstjórum sýningarinnar ganga með gestum um sýninguna Deiglumór. Keramik úr íslenskum leir 1930 - 1970.

Sýningin byggir á rannsóknum Ingu á tímabilinu 1930 - 1970 í sögu keramiklistar á Íslandi. Þar má sjá gripi frá fyrstu leirkeraverkstæðum á Íslandi. Þeir frumkvöðlar sem ráku verkstæðin lögðu áherslu á að nýta íslenskan leir í gripina. Verkstæðin sem um ræðir eru: Listvinahúsið, Funi, Laugarnesleir, Lerbrennsla Benedikts Guðmundssonar, Roði / S.A. keramik og Glit.

Samtímis sýningunni kemur út samnefnd bók sem byggir á rannsóknum Ingu. Höfundar bókarinnar eru Inga S. Ragnarsdóttir og Kristín G. Guðnadóttir.

Minningarsjóður Ragnars Kjartanssonar gefur bókina út.
Inga er dóttir Ragnars Kjartanssonar leirlistamanns.

 

Lesa áfram
Laugardaginn 30. júní kl. 15:00 verður boðið upp á leiðsögn um skráningarverkefnið Safnið á röngunni með Einari Þorsteins.
 
Pétur Ármannsson arkitekt og Þóra Sigurbjörnsdóttir sérfræðingur safnsins sjá um leiðsögn og spjall á sýningunni Safnið á röngunni með Einari Þorsteini. Undanfarnar vikur hefur Þóra leitt skráningu á verkum Einars Þorsteins á Hönnunarsafni Íslands fyrir opnum tjöldum.
Lesa áfram

Föstudaginn 2. febrúar verður Safnanótt haldin hátíðleg í Hönnunarsafninu. Dagskráin hefst kl.18:00 og stendur til 23:00.

Boðið verður í Hlustunarpartý, leiðsagnir og hægt er að skoða fjórar sýningar í húsakynnum safnsins. Sýningarnar sem eru nú í safninu eru: Geymilegir hlutir, Íslensk plötuumslög, Íslenska lopapeysan - uppruni, saga og hönnun og Ðyslexitwhere.  

 

Kl. 20:30 - 21:00 - Leiðsögn um Íslensk Plötuumslög

Lesa áfram

Síður

Subscribe to RSS - Leiðsögn