Leiðsagnir

Hefur þú brennandi áhuga á því sem gerist á bak við tjöldin í sundlaugunum? Viltu vita hvernig klór er búinn til? Hversu lengi mega sundverðir í turninum vera á vakt hverju sinni?
Árni Jónsson, forstöðumaður Laugardalslaugar og Þóra Sigurbjörnsdóttir, sérfræðingur Hönnunarsafns Íslands munu svara þessum og fleiri spurningum á leiðsögn um sýninguna SUND sunnudaginn 29. maí kl. 13.
Aðgangseyrir að safninu gildir.

Lesa áfram

Í tilefni af alþjóðlega safnadeginum, 18. maí kl. 16-17 ætlar Brynhildur Pálsdóttir hönnuður og annar sýningarstjóra SUNDs, að vera með leiðsögn um sýninguna.
Mikilvægustu almannagæðin á Íslandi eru fólgin í heita vatninu. Athyglisverðustu almannarýmin eru sundlaugarnar. Sundlaugamenningin snýst um lífsgæði og lýðheilsu, íþróttir, leik, afslöppun og skemmtun, líkamsmenningu, siðmenntun og samneyti. Daglegt líf hefur í gegnum tíðina sett mark sitt á sundlaugarnar og gert þær að líkamsræktarstöð, skólastofu, félagsheimili, leikvelli og heilsulind.

Lesa áfram

Sunnudaginn 1. febrúar kl. 14:00 verður Harpa Þórsdóttir forstöðumaður safnsins með leiðsögn um sýninguna Ertu tilbúin frú forseti? í Hönnunarsafni Íslands.

Á sýningunni er bæði fatnaður og ýmsir fylgihlutir fyrrum forseta Íslands, frú Vigdísar Finnbogadóttur frá embættistíð hennar 1980-1996.

Á 16 ára farsælli forsetatíð sinni ruddi Vigdís ekki aðeins braut kvenna til nýrra metorða í vestrænum samfélögum, heldur stóð hún frammi fyrir því að móta hefð um klæðaburð fyrir konu í slíku embætti. Vigdís var alla tíð mjög eftirsótt og hún þurfti stöðugt að huga að klæðnaði fyrir ólík tækifæri, vinna sem bættist við annan eril í starfi forsetans og aðstoðarfólks hennar.

Sýningunni lýkur 22. febrúar.

 

Lesa áfram

Sunnudagsleiðsögn 1. febrúar: Ertu tilbúin frú forseti?

Date: 
sunnudagur, 1 febrúar, 2015 - 14:00 - 15:00
Sunnudagsleiðsögn 1. febrúar: Ertu tilbúin frú forseti?

SÝNINGARLOK NÁLGAST. Sunnudaginn 1. febrúar kl. 14:00 verður Harpa Þórsdóttir forstöðumaður safnsins með leiðsögn um sýninguna Ertu tilbúin frú forseti? í Hönnunarsafni Íslands.

Á sýningunni er bæði fatnaður og ýmsir fylgihlutir fyrrum forseta Íslands, frú Vigdísar Finnbogadóttur frá embættistíð hennar 1980-1996.

Íslenska
Lesa áfram

Sunnudaginn 18. maí kl. 14:00 verður Ástríður Magnúsdóttir með leiðsögn um sýninguna Ertu tilbúin frú forseti? í Hönnunarsafni Íslands.
 
Á 16 ára farsælli forsetatíð sinni ruddi Vigdís ekki aðeins braut kvenna til nýrra metorða í vestrænum samfélögum, heldur stóð hún frammi fyrir því að móta hefð um klæðaburð fyrir konu í slíku embætti. Vigdís var alla tíð mjög eftirsótt og hún þurfti stöðugt að huga að klæðnaði fyrir ólík tækifæri, vinna sem bættist við annan eril í starfi forsetans og aðstoðarfólks hennar.

Lesa áfram

Sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn 24. apríl kl.14 verður spennandi dagskrá fyrir alla fjölskylduna í Hönnunarsafni Íslands.

Byrjað verður á rannsóknarleiðangri um sýninguna Ertu tilbúin frú forseti? þar sem forsetafötin og heiðursorður verða skoðuð frá ýmsum óvæntum hliðum. Er hægt að lesa eitthvað í klæðnað fólks? Af hverju eru sum föt hversdags en önnur spari? Er hægt að vera í hvaða fötum sem er við ólík tækifæri eða athafnir? Af hverju eru til reglur um klæðaburð? Hvernig hlýtur maður orðu?

Eftir rannsóknarleiðangurinn búum við til okkar eigin heiðursorður og fatnað á dúkkulísur. Rannsóknarleiðangrar verða tveir: kl. 14:00 og 15:30.
Dagskráin stendur til kl. 17.

Börn og fullorðnir sem fylgja þeim, fá ókeypis aðgang í safnið þennan dag.
Verið velkomin!

Lesa áfram

Sunnudaginn 9. mars kl. 14:00 verður Þóra Sigurbjörnsdóttir með almenna leiðsögn um sýninguna Ertu tilbúin frú forseti? í Hönnunarsafni Íslands.
 
Á sýningunni er bæði fatnaður og ýmsir fylgihlutir fyrrum forseta Íslands, frú Vigdísar Finnbogadóttur frá embættistíð hennar 1980-1996.

Lesa áfram

Sýningunni Ertu tilbúin frú forseti? hefur verið afar vel tekið af gestum safnsins og var fjölmenni á þeim tveimur leiðsögnum sem haldnar voru á Safnanótt. Við bjóðum nú upp á stuttar hádegisleiðsagnir á föstudögum út febrúar, fram að HönnunarMars. Leiðsagnirnar hefjast kl.12:10 og eru hálftíma langar.

Á sýningunni er sýndur fatnaður og ýmsir fylgihlutir fyrrum forseta Íslands, frú Vigdísar Finnbogadóttur, frá embættistíð hennar 1980-1996.

Á 16 ára farsælli forsetatíð sinni ruddi Vigdís ekki aðeins braut kvenna til nýrra metorða í vestrænum samfélögum, heldur stóð hún frammi fyrir því að móta hefð um klæðaburð fyrir konu í slíku embætti. Vigdís var alla tíð mjög eftirsótt og hún þurfti stöðugt að huga að klæðnaði fyrir ólík tækifæri, vinna sem bættist við annan eril í starfi forsetans og aðstoðarfólks hennar.

Lesa áfram

Sunnudaginn 24. nóvember kl.14 verður Þóra Sigurbjörnsdóttir, fulltrúi hjá Hönnunarsafni Íslands, með fjölskylduleiðsögn um sýninguna Óvænt kynni. Byrjað verður á rannsóknarleiðangri um sýninguna þar sem húsgögnin verða gaumgæfð. Stólar verða skoðaðir frá ýmsum sjónarhornum, frá hlið, að ofan og jafnvel kíkt undir þá. Spáð verður í mjúk efni og hörð form. Hafa stólarnir eitthvað að segja okkur? Skiptir máli úr hvaða efni þeir eru gerðir? Hvaða form er að finna í stólunum? Hvaða litir eru í þeim? Getur stóll verið höfðinglegur? En fjörlegur? Getur hann verið leiðinlegur eða fyndinn?

Lesa áfram

Næstkomandi sunnudag 10. nóvember kl. 14:00 mun Arndís S. Árnadóttir ganga um sýninguna Óvænt kynni ásamt Þorbjörgu Þórðardóttur textíllistakonu, þar sem áhersla verður lögð á textílþrykk og Gallerí Langbrók.
Arndís er sýningarstjóri sýningarinnar ásamt Elísabetu V. Ingvarsdóttur.

Með stofnun Gallerís Langbrókar árið 1978 sköpuðu nokkrar konur sem unnu með textíl sér vettvang til að koma verkum sínum á framfæri. Textílþrykkið seldist vel og var ýmist notað til að prýða veggi, í gluggatjöld, dúka, púða og rúmfatnað svo aðeins nokkur dæmi séu tekin. Gallerí Langbrók hætti rekstri sumarið 1985.

Lesa áfram

Síður

Subscribe to RSS - Leiðsagnir