Steinunn Marteinsdóttir mun ganga um sýninguna Ísland er svo keramískt í fylgd Þóru Sigurbjörnsdóttur sérfræðings safnsins síðasta sýningardag þann 28. febrúar kl. 14:00.

Steinunn er einstakur leirlistamaður í íslenskri hönnunar– og listasögu. Hún hefur á 55 ára ferli skapað afar persónulegan stíl með verkum sínum sem hún hefur mótað og unnið með krefjandi hætti. Steinunn hefur aldrei numið staðar í sinni vinnu. Afköstin hafa verið mikil og sköpunarþátturinn oft á tíðum dirfskufullur. Á sunnudag mun hún rifja upp minningar tengdar ferli sínum og segja frá mismunandi tímabilum og þemum sem einkennt hafa verk hennar.

Ísland er svo keramískt er yfirlitssýning á verkum Steinunnar Marteinsdóttur leirlistamanns sem hefur verið ákaflega vel sótt frá því að hún var opnuð snemma í janúar.

Lesa áfram