Leiðsagnir

Sunnudaginn 20. október kl. 14:00 verður Elísabet V. Ingvarsdóttir með leiðsögn og spjallar við gesti um sýninguna Óvænt kynni í Hönnunarsafni Íslands. Elísabet er sýningarstjóri sýningarinnar ásamt Arndísi S. Árnadóttur.
 
Óvænt kynni endurspeglar afmarkaðan hluta íslenskrar hönnunarsögu sem hefst með innreið módernismans í íslenska híbýlamenningu upp úr 1930 og áhrifa hans fram yfir 1980. Á sýningunni eru munir úr safneign Hönnunarsafns Íslands og annarra menningarminjasafna en einnig koma til óvænt kynni við hluti sem varðveist hafa í heimahúsum.

Lesa áfram

Sunnudaginn 15. september kl. 14 verður dr. Arndís S. Árnadóttir hönnunarsagnfræðingur með leiðsögn um sýninguna Óvænt kynni. Innreið nútímans í íslenska hönnun í Hönnunarsafni Íslands.

Lesa áfram

LEIÐSÖGN Á ENSKU  - GUIDED TOUR IN ENGLISH
 
ÓVÆNT KYNNI – innreið nútímans í íslenska hönnun
Fimmtudaginn 15. ágúst kl. 12:30 verður Harpa Þórsdóttir forstöðumaður Hönnunarsafns Íslands með leiðsögn á ensku um yfirstandandi sýningu Óvænt kynni – Innreið nútímans í íslenska hönnun. Á sýningunni er  sjónum beint að nokkrum þáttum í komu módernismans í íslenska híbýlamenningu frá því um 1930 og fram yfir 1980. Þar má líta bæði vel þekkta hönnunargripi, einkum húsgögn sem öðlast hafa sess með þjóðinni sem tímamótaverk, en einnig óvænta hluti sem greina má jafnt í verkum nafnlausra smiða sem og framsækinna húsgagna- og textílhönnuða á síðustu öld. Sýningarstjórar eru Elísabet V. Ingvarsdóttir og Arndís S. Árnadóttir.
 
CHANCE ENCOUNTERS – Towards Modernity in Icelandic Design

Lesa áfram

Sunnudaginn 7. júlí verður íslenski safnadagurinn haldinn um allt land. Ýmislegt skemmtilegt verður um að vera í Hönnunarsafni Íslands.

Boðið verður upp á leiðsögn um sumarsýningu safnsins, Óvænt kynni kl. 14.30. Við það tækifæri opnum við Pallinn. Pallurinn verður staðsettur fyrir framan sýningarsalinn. Þar verður stillt upp ýmsum gripum úr safneign á meðan á sumarsýningunni stendur. Það kemst þó ekki hvað sem er á Pallinn. Þangað fara þeir gripir sem við þekkjum lítið til eða vantar upplýsingar um. Við viljum því leita til gesta eftir upplýsingum um viðkomandi grip eða vangaveltum um sögu hans.

Lesa áfram

Þóra Sigurbjörnsdóttir, fulltrúi safneignar hjá Hönnunarsafni Íslands vera með hádegissleiðsögn um sýningarnar Gísli B. – Fimm áratugir í grafískri hönnun og Innlit í Glit. Leiðsögnin hefst  kl. 12 og er um 20 mín.

Sérstök áhersla verður lögð á merki Gísla, þar sem lesið verður í táknin sem birtast þar og velt vöngum yfir því hvaða sögu þau segja.

Sýningin Innlit í Glit segir frá fyrstu 15 árum í sögu Leirbrennslunnar Glit hf. Sagt verður frá þeirri sögu í stuttu máli ásamt því að einstakir gripir verða skoðaðir sérstaklega.

Allir  velkomnir.

Lesa áfram

Í Hönnunarsafni Íslands stendur yfir sýningin FIMM  ÁRATUGIR  Í  GRAFÍSKRI HÖNNUN.
Þar má sjá verk grafíska hönnuðarins Gísla B. Björnssonar.  Á langri starfsævi hefur hann hannað mörg þekkt merki fyrirtækja, t.d. merki Sjónvarpsins, Norræna félagsins og Hjartaverndar.

Tvær leiðsagnir eru framundan:

Hádegisleiðsögn. Föstudaginn 7. des. kl. 12.
Árdís Olgeirsdóttir fræðslufulltrúi sér um leiðsögn.

Almenn leiðsögn. Sunnudaginn 9. des. kl. 14.
Harpa Þórsdóttir forstöðumaður sér um leiðsögn.

Lesa áfram

Þóra Sigurbjörnsdóttir verður með leiðsögn sniðna að fjölskyldum næstkomandi sunnudag kl. 14.00.
Gengið verður um sýninguna „Fimm áratugir í grafískri hönnun“. Þóra mun skoða sérstaklega tákn og grunnform í hönnun Gísla B.Björnssonar en á sýningunni má sjá bókakápur, forsíður tímarita og þekkt merki fyrirtækja og félagasamtaka.
 
Að lokinni leiðsögn geta fjölskyldur tekið þátt í skemmtilegri listasmiðju og hannað sitt eigið merki.

Leiðsögnin tekur um 20 mín og listasmiðjan verður opin þar á eftir. Nánari upplýsingar um safnið er að finna á vefsíðu safnsins,
www.honnunarsafn.is og á fésbókinni.

Lesa áfram
Gunnar Magnússon ´61-´78  og Hrafnhildur Arnardóttir, Á gráu svæði

Lesa áfram

Síður

Subscribe to RSS - Leiðsagnir