Vorvindar glaðir – Hönnunarsafn Íslands og Garðaskóli

Í tilefni af Listadögum barna verða nemendur í 8.bekk Garðaskóla með sýningu á keramikverkum í Hönnunarsafni Íslands dagana26. apríl - 8. maí.

Verkin eru unnin í samstarfi við Hönnunarsafnið. Nemendur fengu leiðsögn um sýninguna Ísland er svo keramískt, þar sem farið var yfir fjölbreyttan feril Steinunnar Marteinsdóttur leirlistamanns. Eftir heimsóknina unnu þau áfram með hugmyndir í skólanum og sérstök áhersla var lögð á innblástur frá náttúrunni sem var einn helsti áhrifavaldur Steinunnar.

Afrakstur þessarar vinnu verður sýndur í Hönnunarsafni Íslands á meðan á Listadögum barna stendur.

 

Lesa áfram