Paradigm

Sunnudaginn 9. mars kl. 14:00 verður Þóra Sigurbjörnsdóttir með almenna leiðsögn um sýninguna Ertu tilbúin frú forseti? í Hönnunarsafni Íslands.
 
Á sýningunni er bæði fatnaður og ýmsir fylgihlutir fyrrum forseta Íslands, frú Vigdísar Finnbogadóttur frá embættistíð hennar 1980-1996.

Lesa áfram

Laugardaginn 7. desember næstkomandi kl. 16:30 mun sendiherra Noregs á Íslandi, Dag Wernø Holter opna sýningu á norsku samtímalisthandverki í Hönnunarsafni Íslands.

Sýningarstjóri Paradigm er listamaðurinn Lars Sture og samanstendur sýningin af verkum 18 norskra listamanna sem vinna með gler, keramik og málma. Verkin á sýningunni eru eftir marga af fremstu listamönnum Norðmanna og fór val verkanna fram í náinni samvinnu við þá.
Á sýningunni kemur berlega í ljós sá einstaki hæfileiki sem listamenn hafa til að tengja handverkshefðina við nýjar hugmyndir og ljá sköpunarverki sínu yfirbragð vandaðrar vinnu og frumleika. Verkin á sýningunni eiga það öll sameiginlegt að hafa öðlast líf eftir þrotlausar rannsóknir og prófanir.

Lesa áfram
Subscribe to RSS - Paradigm