Prýði

Næstkomandi helgi 24.—25. janúar er síðasta sýningarhelgi  PRÝÐI afmælissýningar Félags íslenskra gullsmiða.

Á sýningunni eru gripir eftir 40 gullsmiði sem voru gefnar frjálsar hendur að smíða fyrir sýninguna eða velja úr eigin safni.  Gullsmiðirnir eru á ólíkum aldri, þeir sem unnið hafa við fagið í áratugi og byggt upp atvinnurekstur og tekið til sín lærlinga, svo og yngra fólk sem sýnir við hlið meistara sinna og hefur á síðustu árum skapað sér nafn og sérstöðu með þátttöku í fjölda sýninga og rekstri vinnustofa eða verslana.

 

 

Lesa áfram

Leit að gulli á Íslandi - fyrirlestur dr. Hjalta Franzsonar

Íslenska
Lesa áfram

Íslensk silfursmíð - fyrirlestur Þórs Magnússonar

Sunnudaginn 18. janúar kl. 14 munu gullsmiðirnir Þorbergur Halldórsson og Ásmundur Kristjánsson munu ganga um yfirstandandi sýningar safnsins í fylgd Hörpu Þórsdóttur forstöðumanns safnsins.

Í spjalli þeirra verður fjallað sérstaklega um smíði hinnar íslensku fálkaorðu og orðusafn frú Vigdísar Finnbogadóttur skoðað, en Þorbergur Halldórsson er fálkaorðusmiður okkar Íslendinga. Ásmundur Kristjánsson mun fjalla um búningaskart, segja frá smíði þess og  verkefnum sem fyrirtæki hans, Annríki, sinnir.

Bæði Þorbergur og Ásmundur eiga verk á sýningunni Prýði.

Sýningunni Prýði lýkur sunnudaginn 25. janúar næstkomandi.

Lesa áfram

Fimmtudagskvöldið 15. janúar kl. 20 mun Þór Magnússon fyrrverandi þjóðminjavörður mun halda fyrirlestur í Hönnunarsafni Íslands í tengslum við sýninguna Prýði, þar sem sýnd eru verk eftir íslenska gullsmiði í tilefni af 90 ára afmæli félagsins á liðnu ári.

Þór hefur um árabil stundað rannsóknir á íslenskri gull-og silfursmíði og mun í erindi sínu einkum fjalla um íslenzka silfursmíði á 18. og 19. öld og varðveitta smíðisgripi þeirra.

Þjóðminjasafnið gaf út rannsókn Þórs árið 2013. Bókin, Íslenzk silfursmíð er í 2 bindum og fæst í safnbúð Hönnunarsafnsins.

Ókeypis aðgangur er á fyrirlesturinn, allir velkomnir.

Lesa áfram

Næstkomandi sunnudag, 30. nóvember kl. 14.00 mun Halla Bogadóttir fyrrverandi formaður Félags íslenskra gullsmiða leiða spjall með tveimur formönnum félagsins, Dóru Jónsdóttur sem var fyrsti kvenkyns formaður félagsins og Örnu Arnarsdóttur sem er núverandi formaður. Lögð verður áhersla á að segja frá félaginu og gildi þess að halda afmælissýningar líkt og Prýði.

Á sýningunni eru gripir eftir 40 gullsmiði sem voru gefnar frjálsar hendur að smíða fyrir sýninguna eða velja úr eigin safni.  Gullsmiðirnir eru á ólíkum aldri, þeir sem unnið hafa við fagið í áratugi og byggt upp atvinnurekstur og tekið til sín lærlinga, svo og yngra fólk sem sýnir við hlið meistara sinna og hefur á síðustu árum skapað sér nafn og sérstöðu með þátttöku í fjölda sýninga og rekstri vinnustofa eða verslana.

Lesa áfram

Leiðsögn um Prýði - Gengið með gullsmiðum

Date: 
sunnudagur, 30 nóvember, 2014 - 14:00 - 15:00
Leiðsögn um Prýði - Gengið með gullsmiðum

Halla Bogadóttir gullsmiður og kennari í gullsmíði við Tækniskóla Íslands verður með leiðsögn um Prýði og ræðir við nokkra gullsmiði um verk þeirra.

Halla Bogadóttir, Arna Arnarsdóttir og Dóra Jónsdóttir munu ræða um gildi afmælissýninga líkt og Prýði ásamt sögu félagsins. Þær eiga það sameiginlegt að hafa allar verið formenn Félags íslenskra gullsmiða (Arna er núverandi formaður).

Íslenska
Lesa áfram

Næstkomandi fimmtudag, þann 20. nóvember kl. 20 mun dr. Hjalti Franzson jarðfræðingur hjá Íslenskum orkurannsóknum flytja fyrirlestur um gull í náttúrunni.

Þar mun hann meðal annars rekja sögu gullleitar á Íslandi og hvað það er í íslenskri náttúru sem leiðir til að gullútfellingar myndast.

Einnig mun hann fjalla um hvaða aðferðum gullleitarmenn beita til að ná sem bestum árangri, hvernig mat á vænlegum svæðum er gert og hvernig gullið er unnið úr berginu.

Er von til þess að íslenskir gullsmiðir geti notað íslenskt gull í framtíðinni?

 

Kíkið við á fimmtudagskvöldið og fræðist um áhugavert efni!

Lesa áfram

Gengið með gullsmiðum

Date: 
sunnudagur, 9 nóvember, 2014 - 14:00 - 16:00
Gengið með gullsmiðum

Næstkomandi sunnudag, 9. nóvember kl. 14.00 mun Harpa Þórsdóttir forstöðumaður Hönnunarsafns Íslands leiða spjall með nokkrum af þeim gullsmiðum sem eiga verk á afmælissýningu Félags íslenskra gullsmiða Prýði sem unnin er í samstarfi við safnið.

Íslenska
Lesa áfram
Subscribe to RSS - Prýði