Ragnheiður Elín Árnadóttir atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra heimsótti Hönnunarsafn Íslands á dögunum ásamt Helgu Haraldsdóttur skrifstofustjóra ráðuneytisins. Ragnheiður kom í boði stjórnar safnsins og leiddu Erling Ásgeirsson formaður stjórnar og Harpa Þórsdóttir forstöðumaður, ráðherrann um. Heimsókn ráðherra er liður í því að kynna fjölbreytta starfsemi safnsins fyrir ráðamönnum. Ráðherra kynnti sér yfirstandandi sýningar og var sagt frá þeim fjölbreyttu verkefnum sem unnin eru á sviði menningarvarðveislu og rannsókna á íslenskri hönnunarsögu árið um kring í safninu. Ragnheiði var meðal annars boðið að skoða varðveislurými safnsins, en þar er að finna fjölda merkilegra húsgagna sem eru mikilvægur hluti iðnaðar- og hönnunarsögu okkar Íslendinga.

Lesa áfram