sænska glergjöfin

Í sumar hafa sænskir glerlistmunir verið til sýnis í Hannesarholti. Sýningin stendur uppi til 17. ágúst næstkomandi. Munirnir eru hluti sænsku glergjafarinnar sem var stofngjöf til Hönnunarsafns Íslands. Sænskir glerlistamenn og glerframleiðendur gáfu stórkostleg glerlistaverk til að styrkja hið unga safn á þennan einstaka og höfðinglega hátt. Gjöfin var afhent við hátíðlega athöfn af Karli Gústaf Svíakonungi árið 2004 og hefur verið sýnd að hluta eða í heild sinni nokkrum sinnum hér á landi frá því að hún var afhent. Tilvalið er leggja leið sína  í Hannesarholt á Grundarstíg í Reykjavík og skoða þessa fallegu muni.

Lesa áfram

Krónprinsessa skoðaði lykilverk úr safneigninni í Norræna húsinu

 

Viktoría krónprinsessa og Daníel prins skoðuðu lykilverk úr safneign Hönnunarsafnsins í  fylgd forstöðumanns safnsins, Hörpu Þórsdóttur, í heimsókn sinni til Íslands þann 18, og 19. júní. Verk úr safninu voru bæði til sýnis í Norræna húsinu og í Hannesarholti og fékk krónprinsparið stutta kynningu á þeim á báðum stöðum.

Lesa áfram

Munir úr Hönnunarsafninu í Norræna húsinu og Hannesarholti 17. - 22. júní

  Í tilefni af komu Viktoríu krónprinsessu Svíþjóðar og eiginmanns hennar Daníels prins til Íslands dagana 18. og 19. júní  næstkomandi verða valdir munir úr safneign Hönnunarsafn Íslands til sýnis frá 17. – 22. júní.

Í Norræna húsinu og í Hannesarholti verða sýndir nokkrir munir úr Sænsku glergjöfinni sem Karl Gústaf Svíakonungur afhenti Hönnunarsafni Íslands til varðveislu fyrir tíu árum, þegar hann kom hingað til lands í fylgd konu sinnar, Sylvíu drottningar og dóttur þeirra, Viktoríu krónprinsessu. Þessi  verk mynda dýrmætan stofn í safneign safnsins. Þarna er um að ræða glæsilegt úrval sænskrar glerlistar eftir samtímalistamenn, munirnir eru gefnir af örlæti þeirra til Íslendinga.

Lesa áfram
Subscribe to RSS - sænska glergjöfin