Söderbergverðlaun

Norræn hönnun í dag

Hönnuðirnir og hönnunarteymið Front (Svíþjóð), Harri Koskinen (Finnland),  Henrik Vibskov (Danmörk), Sigurd Bronger (Noregur), Steinunn Sigurðardóttir (Ísland) og Sigurður Gústafsson (Ísland) eiga það öll sameiginlegt að hafa á síðustu árum hlotið sænsku Torsten og Wanja Söderberg hönnunarverðlaunin sem eru meðal virtustu hönnunarverðlauna samtímans.

2013-03-13T15:45:00 to 2013-05-26T15:45:00
Lesa áfram

Sunnudaginn 5. október er síðasti sýningardagur á verkum Hjalta Karlssonar. Kl. 14 þann dag heldur Guðmundur Oddur Magnússon, Goddur, leiðsögn fyrir almenning um sýninguna.

Goddur nam myndlist í Reykjavík og grafíska hönnun í Vancouver í Kanada. Hann hefur kennt grafíska hönnun frá 1993, fyrst í Myndlistarskólanum á Akureyri en síðar í Myndlista- og handíðaskólanum og í Listaháskóla Íslands þar sem hann er prófessor í grafískri hönnun.

Lesa áfram

Goddur með leiðsögn um Hjalta Karlsson á síðasta sýningardegi

Date: 
sunnudagur, 5 október, 2014 - 14:00 - 15:00
Goddur með leiðsögn um Hjalta Karlsson á síðasta sýningardegi

Á síðasta sýningardegi sýningarinnar ,,Svona geri ég" á verkum grafíska hönnuðarins Hjalta Karlssonar, verður Guðmundur Oddur Magnússon, Goddur, með leiðsögn fyrir almenning um sýninguna.

Godur nam myndlist í Reykjavík og grafíska hönnun í Vancouver í Kanada. Hann hefur kennt grafíska hönnun frá 1993, fyrst í Myndlistarskólanum á Akureyri og síðar í Myndlista- og handíðaskólanum og í Listaháskóla Íslands þar sem hann er prófessor í grafískri hönnun.

Íslenska
Lesa áfram

Svona geri ég - Hjalti Karlsson. Ný sýning

Svona geri ég - Hjalti Karlsson

Sýning á verkum grafíska hönnuðarins Hjalta Karlssonar. Hjalti hlaut Torsten och Wanja Söderbergverðlaunin í nóvember á síðasta ári við hátíðlega athöfn í Gautaborg. Söderbergverðlaunin njóta mikillar virðingar og eru stærstu verðlaunin sem veitt eru norrænum hönnuði á hverju ári, að upphæð 1 milljón sænskra króna.

2014-06-14T00:00:00 to 2014-10-05T00:00:00
Lesa áfram

Norski skatrgripahönnuðurinn Sigurd Bronger mun halda fyrirlestur um verk sín í Norræna húsinu, miðvikudaginn 13. mars kl. 12.

Sigurd Bronger er núverandi handhafi Söderberg hönnunarverðlaunanna. Gripirnir hans leiða okkur inn í vélrænt landslag ævintýra, skreytt strákslegum/ungæðislegum draumum með rómantískum og glaðlegum hrekkjum. Sigurd Bronger færir okkur aftur til tjáningarmáta hönnunar frá upphafsárum iðnvæðingarinnar og uppfinningar endurreisnarinnar, eða að útópískri draumsýn um framtíðina. Líðandi stund verður að hráefni ásamt eðalmálmum, demöntum og viðar, allt er vandlega valið og þróað í löngu og nákvæmu ferli.

Skartgripir Brongers eru hafnir yfir kyngervi, þó að úrvinnslan sé karllæg með ýmsum búnaði, nákvæmni verkfræðinnar og undursamlegum handunnum umbúðum.

Lesa áfram

Hönnunarsafn Íslands hefur tekið þátt í Hönnunarmarsi á hverju ári frá upphafi. Eftir að safnið var opnað á Garðatorgi hafa Hönnunarmarssýningarnar verið opnaðar daginn fyrir sjálfa opnunarhátíðina.
Í ár er boðið upp á sýninguna NORRÆN HÖNNUN Í DAG sem kemur frá Röhsska, hönnunarsafni Svía.

Lesa áfram
Subscribe to RSS - Söderbergverðlaun