Sýning

Hönnunarsafnið sem heimili

Á sýningunni Hönnunarsafnið sem heimili má finna í kringum 200 dæmi um íslenska hönnun en safneign Hönnunarsafns Íslands telur í heild um 5000 muni frá árinu 1900 til dagsins í dag.

2023-02-03T12:15:00 to 2026-03-01T12:15:00
Lesa áfram

SÝNDARSUND

Verkið Sýndarsund er nú í sýningu á Pallinum. Það er gert í tengslum við sýninguna SUND sem nú stendur yfir í Hönnunarsafni Íslands.

2022-05-04T12:00:00 to 2022-10-23T13:00:00
Lesa áfram

 

Hönnunarsafn Íslands efnir til yfirlitssýningar á leirlist Steinunnar Marteinsdóttur.

Steinunn er einstakur leirlistamaður í íslenskri hönnunar- og listasögu. Hún hefur á 55 ára ferli skapað afar persónulegan stíl með verkum sínum sem hún hefur mótað og unnið með krefjandi hætti. Á fyrstu einkasýningu sinni árið 1975 markaði Steinunn þau þáttaskil í íslenskri leirlistasögu að sýna íslenskt landslag á afgerandi hátt með stórum og smáum skúlptúrvösum og veggmyndum.  Afköstin hafa verið mikil og sköpunarþátturinn oft á tíðum dirfskufullur. Sé horft yfir feril hennar á þessum tímamótum má líkja honum við endalausa könnunarferð, þar sem öllu því sem má líkja við vanafestu og stöðnun er storkað.

 

Sýningartímabil er frá 9.janúar – 28. febrúar 2016.

 

Lesa áfram

Föstudaginn 28. október kl. 17 verður opnuð ný sýning í Hönnunarsafni Íslands. Að þessu sinni sýnum við fjölbreyttan norrænan borðbúnað og stóla. Við höfum leitað fanga á heimilum fólks og víðar og sett saman á skemmtilegan hátt - gamalt í bland við nýtt, stál í bland við silfur, kristal í bland við gler og kunnuglega hluti í bland við framandi.
Norræn jól snúast að miklu leyti um hefðir og hátíðleika. Við höldum gjarnan í fjölskyldusiði þar sem matargerð og borðhald leika stærsta hlutverkið. Á hátíðarborðinu á hver hlutur sinn sess og öllu er tjaldað til.
Á sýningunni má meðal annars sjá diska, glös, hnífapör og ílát sem hönnunarsagan hefur skilgreint sem framúrskarandi hönnun og er orðin þekkt víða um heim. Þó hafa margir þessara hluta ekki hlotið þann stað í hugum okkar að þeir eigi heima á uppdekkuðu hátíðarborði.

Lesa áfram

Sýningin Hlutirnir okkar var opnuð í Hönnunarsafni Íslands í Garðabæ fimmtudaginn 9. júní. Á sýningunni er fjölbreytt úrval af safngripum í eigu safnsins. Í tilefni af opnun sýningarinnar fékk safnið að gjöf verðlaunalampann Heklu frá 1962 eftir Jón Ólafsson og Pétur B. Lúthersson húsgagnahönnuði. Það voru Íslandsbanki og Epal sem færðu safninu þessa höfðinglegu gjöf.  Lampinn er hluti af sýningunni sem var opnuð í safninu. Halldóra Gyða Matthíasdóttir  útibússtjóri Íslandsbanka í Garðabæ afhenti lampann  f.h. gefenda við þetta tækifæri og opnaði sýninguna formlega.

Lesa áfram
Subscribe to RSS - Sýning