Sýningarlok

Sunnudaginn 9. mars kl. 14:00 verður Þóra Sigurbjörnsdóttir með almenna leiðsögn um sýninguna Ertu tilbúin frú forseti? í Hönnunarsafni Íslands.
 
Á sýningunni er bæði fatnaður og ýmsir fylgihlutir fyrrum forseta Íslands, frú Vigdísar Finnbogadóttur frá embættistíð hennar 1980-1996.

Lesa áfram

Nú fer hver að verða síðastur að skoða í Hönnunarsafni Íslands þann hluta íslenskrar hönnunarsögu sem hefst með innreið módernismans í íslenska híbýlamenningu upp úr 1930 og áhrifa hans fram yfir 1980. Á sýningunni eru munir úr safneign safnsins og annarra menningarminjasafna en einnig koma til óvænt kynni við hluti sem varðveist hafa í heimahúsum.

Lesa áfram

Sunnudaginn 26. maí kl. 14 verða leiðsagnir um báðar sýningar safnsins.

Innlit í Glit

Inga Ragnarsdóttir myndlistarmaður mun ganga um sýninguna Innlit í Glit og segja frá starfsemi leirbrennslunnar Glit sem var stofnuð árið 1958. Sumir af okkar þekktustu leir- og myndlistarmönnum hófu starfsferil sinn í Glit og verður varpað ljósi á það vinnulag sem ríkti á verkstæðinu að Óðinsgötu og þær breytingar sem urðu við framleiðsluna eftir að fyrirtækið fluttist á Höfðabakkann um 1970.

Lesa áfram

Sunnudaginn 3. mars lýkur yfirlitssýningu safnsins á verkum Gísla B. Björnssonar.
Þann dag kl. 14 munu Gísli og Harpa Þórsdóttir safnstjóri ganga um sýninguna og spjalla um feril Gísla og grafíska hönnun á Íslandi.

Lesa áfram

Senn fer sýningunni „Saga til næsta bæjar“ að ljúka. Síðasti sýningardagur er sunnudaginn 14. október og okkur í safninu, langar að bjóða í „slútt“ þann dag kl. 16:00.

Af þessu tilefni gefst gullið tækifæri fyrir spjall um veg vöruhönnunar á Íslandi og að draga upp tímaásinn og markverða viðburði á þartilgerðan flöt inni á sýningunni undir stjórn sýningarstjóra, Hlínar Helgu Guðlaugsdóttur.

Lesa áfram

Á Hvítasunnudag, þann 27. maí er síðasti sýningardagur sýninganna Fingramáls og Sjálfsagðra hluta. Þann dag kl. 14 verður Harpa Þórsdóttir forstöðumaður safnsins með leiðsögn um sýningarnar.
Sýningin Fingramál  er sýning á verkum fimm hönnuða og eins listamanns sem öll eiga það sameiginlegt að vinna með prjón. Fantasían í vinnu hönnuða verður ekki alltaf sýnileg þegar vinna þeirra er tilbúin til framleiðslu og á markað en á sýningunni eru aftur á móti verk sem bera með sér fullt listrænt frelsi. Hönnuðir og listamenn sem eiga verk á sýningunni: Mundi, Aftur, Erna Einarsdóttir, Bergþóra Guðnadóttir, Volki og Hrafnhildur Arnardóttur aka. Shoplifter.
Sýningarstjóri er Steinunn Sigurðardóttir hönnuður.

Lesa áfram

Harpa Þórsdóttir forstöðumaður Hönnunarsafns Íslands mun ganga um sýninguna Hlutirnir okkar með safngestum. Á sýningunni eru valdir gripir úr safneign safnsins sem margir ættu að kannast við og þekkja, án þess þó að hafa velt því fyrir sér hver okkar hönnunarsaga sé. Söfnunarsvið safnsins er afar breitt og á sýningunni hefur verið lögð áhersla á að sýna íslensk húsgögn frá ólíkum tímabilum síðustu aldar ásamt því að nokkur dæmi um grafíska hönnun úr safneign safnsins eru sýnd, íslensk leirlist og nýleg íslensk vöruhönnun.


Safneign Hönnunarsafnsins samanstendur af rúmlega eitt þúsund gripum. Safnið leggur sérstaka áherslu á að safna íslenskum gripum en einnig má finna þekkta norræna og alþjóðlega hönnun í safneign safnsins.


Athugið að þetta er síðasta sýningarhelgi!

Lesa áfram

Á jólasýningu safnsins gefur að líta stórt hátíðarborð fyrir þrettán gesti þar sem áhersla er lögð á borðbúnað og stóla sem eru verk hönnuða frá öllum norðurlöndunum, diskar, glös, hnífapör og ílát sem hönnunarsagan hefur skilgreint sem framúrskarandi hönnun.

Helgina 12.-13. nóv. er síðasta sýningarhelgi á verkum finnska mynstur- og textílhönnuðarins Píu Holm en vefnaðarvara hennar er skreytt stórgerðu mynstri sem einkennist af metnaði og fágun. Pía leikur sér gjarnan með ólíka tækni og útfærslur á mynstrum sínum. Hún hefur að undanförnu unnið með nokkrum af fremstu fyrirtækjum Skandinavíu á  sviði textíl- og innanhússhönnunar.
Mynstrin sem eru til sýnis voru unnin fyrir Marimekko, hið víðfræga finnska textíl- og fatahönnunarfyrirtæki.

Lesa áfram

Sunnudaginn 29. maí lýkur sýningu Hönnunarsafns Íslands á húsgögnum Gunnars Magnússonar húsgagnahönnuðar. Sama dag lýkur sýningu á verkum Hrafnhildar Arnardóttur, Á gráu svæði. Sýningarnar höfða til fjölbreytts hóps unnenda íslenskrar hönnunar og menningarsögu og hafa verið mjög vel sóttar.

Á laugardaginn kl. 15 mun Ásdís Ólafsdóttir sýningarstjóri ganga með Gunnari um sýninguna á verkum hans og gefst gestum því kærkomið tækifæri til að hlusta á ýmsan fróðleik um íslenska húsgagnasögu og feril Gunnars, en hann er einn okkar afkastamesti húsgagna- og innanhússhönnuður. Í framhaldi af leiðsögn Ásdísar mun Harpa Þórsdóttir forstöðumaður Hönnunarsafnsins ganga um sýningu Hrafnhildar Arnardóttur og segja frá verkum hennar en hún hlaut nýverið hin virtu norrænu textílverðlaun sem verða afhent í Svíþjóð síðar á þessu ári.

Verið velkomin!

Lesa áfram
Subscribe to RSS - Sýningarlok