Safnanótt

Föstudaginn 2. febrúar verður Safnanótt haldin hátíðleg í Hönnunarsafninu. Dagskráin hefst kl.18:00 og stendur til 23:00.

Boðið verður í Hlustunarpartý, leiðsagnir og hægt er að skoða fjórar sýningar í húsakynnum safnsins. Sýningarnar sem eru nú í safninu eru: Geymilegir hlutir, Íslensk plötuumslög, Íslenska lopapeysan - uppruni, saga og hönnun og Ðyslexitwhere.  

 

Kl. 20:30 - 21:00 - Leiðsögn um Íslensk Plötuumslög

Lesa áfram

Föstudagskvöldið 5. febrúar er Safnanótt í söfnum á höfuðborgarsvæðinu. Hönnunarsafnið hefur ávallt boðið upp á fjölbreytta dagskrá á þessu kvöldi. Við bjóðum alla velkomna til okkar, aðgangur er ókeypis og það er tilvalið að gefa sér góða stund til að skoða. Tvær sýningar eru í sölum safnsins, annars vegar sýningin ,,Geymilegir hlutir" á munum úr safneign safnsins þar sem áhersla er lögð á að segja frá uppbyggingu safnkosts þessa unga safns og um leið hvernig verið er að rannsaka íslenska hönnunarsögu. Hin sýningin er yfirlitssýning á verkum leirlistakonunnar Steinunnar Marteinsdóttur sem fagnar áttræðisafmæli sínu síðar í þessum mánuði. Steinunn er einn mikilvirkasti íslenski leirlistamaðurinn okkar. Hún hefur farið ótroðnar slóðir í sinni sköpun og segir frá ýmsu í hálftíma langri viðtalsmynd sem Hönnunarsafnið lét taka upp í tengslum við undirbúning sýningarinnar.

Lesa áfram

Safnanótt í Hönnunarsafni

Date: 
föstudagur, 5 febrúar, 2016 - 19:00 - 23:50
Safnanótt í Hönnunarsafni

Þann 5. febrúar næstkomandi verður Safnanótt haldin hátíðleg og stendur hún frá kl.19:00 - 24:00. Hönnunarsafnið tekur þátt að vanda og býður upp á ýmsa viðburði.

Dagskrá safnsins er sem hér segir:

19:30 - 20:00 og 22:30 - 23:00 Leiðsögn um sýninguna Geymilegir hlutir.

 

21:00 - 23:00 Leiðsögumenn á sýningunni Geymilegir hlutir.

Nemendur úr FG taka að sér hlutverk leiðsögumanna og leiða gesti á milli gripa sem þau hafa valið að fjalla um á sýningunni "Geymilegir hlutir".

Íslenska
Lesa áfram

Þann 6. febrúar næstkomandi verður Safnanótt haldin hátíðleg og stendur hún frá kl.19:00 - 24:00. Hönnunarsafnið tekur þátt að vanda og verður opnun á nýrri sýningu einn af viðburðunum sem boðið er upp á.

Dagskrá safnsins er sem hér segir:

19:00 - 24:00 Opnun á nýrri sýningu, Un peu plus - teikningar og skissur Helgu Björnsson tískuhönnuðar

20:00- 20:30 - Leiðsagnir um sýningar safnsins

  • Ertu tilbúin frú forseti?  
  • Un peu plus - Teikningar og skissur Helgu Björnsson tískuhönnuðar

 

22:00 - 22:30 - Leiðsagnir um sýningar safnins

  • Ertu tilbúin frú forseti?
  • Un peu plus - Teikningar og skissur Helgu Björnsson tískuhönnuðar

 

Lesa áfram

Föstudaginn 7. febrúar verður safnanótt haldin hátíðleg. "Nóttin" hefst kl.19:00 og stendur til 24:00. Á safnanótt er opið fram á nótt á söfnum og boðið upp á ýmsa skemmtilega viðburði. Í Hönnunarsafninu verður opnuð sýningin Ertu tilbúin frú forseti? og boðið upp á tvær leiðsagnir, kl. 20:00 og 22:00. Þetta sama kvöld kemur út bók um fatnað Vigdísar sem verður til sölu í safninu.

Á sýningu Hönnunarsafns Íslands, Ertu tilbúin frú forseti? er sýndur fatnaður og ýmsir fylgihlutir fyrrum forseta Íslands, frú Vigdísar Finnbogadóttur, frá embættistíð hennar 1980-1996. Vigdís var fyrsta konan í heiminum sem kjörin var þjóðhöfðingi á lýðræðislegan hátt af þjóð sinni.

Lesa áfram

Á Safnanótt kl. 19 verður ný sýning opnuð í safninu sem heitir Sjálfsagðir hlutir. Ýmsir sjálfsagðir hlutir í umhverfi okkar eru fyrirferðarlitlir. Svo að segja allt sem við snertum dags daglega hefur verið hannað á einhvern hátt.  Á sýningunni Sjálfsagðir hlutir er vakin athygli á gripum sem við lítum á sem sjálfsagða í daglegu lífi og þeim efnum sem þeir eru gerðir úr. Fjölskyldusmiðja verður í tengslum við sýninguna þar verða verkefni í tengslum við hráefni og hönnun.

Tækninýjungar, forvitni og útsjónarsemi einstaklinga hafa oftar en ekki haldist í hendur við að skapa eitthvað nýtt og óvenjulegt úr hráefnum. Hlutverk hönnuða er í flestum tilfellum að auðvelda líf okkar. Þeir eru stöðugt að hanna ný verkfæri sem hjálpa til við að leysa verkefni daglegs lífs.

Lesa áfram

Dagskrá:
Þema kvöldsins er MAGNAÐ MYRKUR

opið hús kl. 19:00-24:00
Kl. 19:00 Opnun á nýrri sýningu - ,,Sjálfsagðir hlutir“

Kl. 19:30 – 21:00 Fjölskyldusmiðja, allir sem heimsækja sýninguna
,,Sjálfsagðir hlutir“ geta tekið þátt í smiðjuvinnu

Kl. 21:00 Myrkraleiðsögn í Hönnunarsafninu - ,,Húsgögnin í nýju ljósi“
Spennandi og óhefðbundin leiðsögn fyrir alla aldurshópa.
Leiðsögn: Nanna Kristín Magnúsdóttir leikkona

Kl. 22.30 Myrkraleiðsögn í Hönnunarsafninu - ,,Húsgögnin í nýju ljósi“
Spennandi og óhefðbundin leiðsögn fyrir alla aldurshópa.
Leiðsögn: Nanna Kristín Magnúsdóttir leikkona

Gestir geta jafnframt skoðað sýningarnar ,,Hlutirnir okkar“ frá kl. 19-24. Safnbúðin Kraum opin á sama tíma.
Skemmtilegt barnahorn fyrir yngstu börnin er opið á jarðhæð safnsins.

Safnanótt - dagskrá í Garðabæ

Lesa áfram
Subscribe to RSS - Safnanótt