Safnbúð

Laugardaginn 27. janúar verður Doppelganger með smástundarmarkað frá kl. 12:00 - 17:00 í safnbúð Hönnunarsafnsins.

Doppelganger fatalínan er samvinnuverkefni hönnuðanna Guðrúnar Lárusdóttur og Rögnu Fróða. Hugmyndafræðin á bakvið prjónalínuna er unnin út frá fagurfæðilegu og vistvænu sjónarmiði. Leitast er eftir því að gera skemmtilega, tímalausa vöru úr umhverfisvænu hráefni ull og silki. Listin að halda á sér hita tekin á efsta stig.

Lesa áfram

Starfsmaður í mótttöku og safnbúð óskast. Hönnunarsafn Íslands er sérsafn á landsvísu sem rannsakar, varðveitir og miðlar íslenskri og erlendri hönnunarsögu. Safnið er staðsett í hjarta Garðabæjar á Garðatorgi í Garðabæ. Í safninu er boðið upp á sýningar allt árið og ýmsa viðburði sem hafa að leiðarljósi að miðla þekkingu á hönnun til allra aldurshópa. Safnið er ein af stofnunum Garðabæjar og rekið í samræmi við mannauðsstefnu bæjarins. 

Við leitum að stundvísum, ábyrgum og heiðarlegum liðsmanni til að starfa í móttöku safnsins og safnbúð um helgar.

 Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Gæsla á sýningarrýmum og afgreiðslustörf
  • Símsvörun
  • Tilfallandi verkefni er tengjast starfsemi safnsins

Menntun, reynsla og hæfni:

Lesa áfram

Safnið virðist ef til vill líflaust um þessar mundir þar sem sýningarsalir þess eru tímabundið lokaðir, en svo er alls ekki. Á bak við tjöldin iðar allt af lífi þar sem margir koma undirbúningsvinnu fyrir sýninguna "Ertu tilbúin frú forseti?". Salir safnsins hafa tekið miklum stakkaskiptum, þar sem nýjir veggir rísa, loft verða til og hurðarop myndast. Alls staðar í safninu er fólk að störfum, þetta er því óneitanlega skemmtilegur tími!

Við bendum ykkur á að skoða facebook-síðu safnsins þar sem við bætum reglulega við myndum af því skemmtilega starfi sem á sér stað við undirbúning sýningar.

Lesa áfram
Subscribe to RSS - Safnbúð