Safneign

Elísabet V. Ingvarsdóttir hönnunarsagnfræðingur mun ganga um sýningu Hönnunarsafnsins á Hlutunum okkar með safngestum. Á sýningunni eru valdir gripir úr safneign safnsins sem margir ættu að kannast við og þekkja, án þess þó að hafa velt því fyrir sér hver okkar hönnunarsaga sé. Söfnunarsvið safnsins er afar breitt og á sýningunni hefur verið lögð áhersla á að sýna íslensk húsgögn frá ólíkum tímabilum síðustu aldar ásamt því að nokkur dæmi um grafíska hönnun úr safneign safnsins eru sýnd, íslensk leirlist og nýleg vöruhönnun, bæði íslensk og erlend.

Safneign Hönnunarsafnsins samanstendur af rúmlega eitt þúsund gripum. Safnið leggur sérstaka áherslu á að safna íslenskum gripum en einnig má finna þekkta norræna og alþjóðlega hönnun í safneign safnsins.

Sýningin Hlutirnir okkar verður framlengd fram í mars 2012.

Lesa áfram

Ný sýning verður opnuð fimmtudaginn 9. júní kl. 17

Lesa áfram

Síður

Subscribe to RSS - Safneign