Safnfræðsla

Hvað leynist í lauginni þinni?
Skemmtileg sundlaugasmiðja fyrir alla fjölskylduna með Rán Flygenring teiknara, sunnudaginn 4. september.
Fjölskyldur og vinahópar eru hvattir til að sameinast um að föndra sundlaug, sundgarpa eða annað sem getur leynst í sundlaugum.
Aðgangur ókeypis og efni til að föndra úr er á staðnum.

 

Lesa áfram

Verið velkomin á kynningu á skipulögðu fræðslustarfi fyrir börn og unglinga í menningarhúsum Kópavogs, Garðabæjar, Hafnarfjarðar og Mosfellsbæjar. Á fundinum gefst starfsfólki leikskóla, grunnskóla og frístundamiðstöðva færi að kynna sér þá fræðsludagskrá og viðburði sem standa þeim til boða á einum stað.

Kynningin fer fram í Salnum (Hamraborg 6 í Kópavogi) miðvikudaginn 14. október kl. 14:30-16:00.

Eftirfarandi menningarhús munu kynna fræðslustarf sitt:
GERÐARSAFN (Hamraborg 4, Kópavogi)
SALURINN (Hamraborg 6, Kópavogi)
TÓNLISTARSAFN ÍSLANDS (Hábraut 2, Kópavogi)
HÖNNUNARSAFN ÍSLANDS (Garðatorgi 1, Garðabæ)
HAFNARBORG (Strandgötu 34, Hafnarfirði)
GLÚFRASTEINN (Mosfellsbæ)
NÁTTÚRUFRÆÐISTOFA KÓPAVOGS (Hamraborg 6a)
HÉRAÐSSKJALASAFN KÓPAVOGS (Digranesvegi 7)
BÓKASAFN KÓPAVOGS (Hamraborg 6a)

Lesa áfram

Sunnudaginn 18. maí kl. 14:00 verður Ástríður Magnúsdóttir með leiðsögn um sýninguna Ertu tilbúin frú forseti? í Hönnunarsafni Íslands.
 
Á 16 ára farsælli forsetatíð sinni ruddi Vigdís ekki aðeins braut kvenna til nýrra metorða í vestrænum samfélögum, heldur stóð hún frammi fyrir því að móta hefð um klæðaburð fyrir konu í slíku embætti. Vigdís var alla tíð mjög eftirsótt og hún þurfti stöðugt að huga að klæðnaði fyrir ólík tækifæri, vinna sem bættist við annan eril í starfi forsetans og aðstoðarfólks hennar.

Lesa áfram

Sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn 24. apríl kl.14 verður spennandi dagskrá fyrir alla fjölskylduna í Hönnunarsafni Íslands.

Byrjað verður á rannsóknarleiðangri um sýninguna Ertu tilbúin frú forseti? þar sem forsetafötin og heiðursorður verða skoðuð frá ýmsum óvæntum hliðum. Er hægt að lesa eitthvað í klæðnað fólks? Af hverju eru sum föt hversdags en önnur spari? Er hægt að vera í hvaða fötum sem er við ólík tækifæri eða athafnir? Af hverju eru til reglur um klæðaburð? Hvernig hlýtur maður orðu?

Eftir rannsóknarleiðangurinn búum við til okkar eigin heiðursorður og fatnað á dúkkulísur. Rannsóknarleiðangrar verða tveir: kl. 14:00 og 15:30.
Dagskráin stendur til kl. 17.

Börn og fullorðnir sem fylgja þeim, fá ókeypis aðgang í safnið þennan dag.
Verið velkomin!

Lesa áfram

Sunnudaginn 24. nóvember kl.14 verður Þóra Sigurbjörnsdóttir, fulltrúi hjá Hönnunarsafni Íslands, með fjölskylduleiðsögn um sýninguna Óvænt kynni. Byrjað verður á rannsóknarleiðangri um sýninguna þar sem húsgögnin verða gaumgæfð. Stólar verða skoðaðir frá ýmsum sjónarhornum, frá hlið, að ofan og jafnvel kíkt undir þá. Spáð verður í mjúk efni og hörð form. Hafa stólarnir eitthvað að segja okkur? Skiptir máli úr hvaða efni þeir eru gerðir? Hvaða form er að finna í stólunum? Hvaða litir eru í þeim? Getur stóll verið höfðinglegur? En fjörlegur? Getur hann verið leiðinlegur eða fyndinn?

Lesa áfram

Á 6. áratug síðustu aldar varð til stál og plastreimastóll í Mexíkó. Ekki er vitað hver átti hugmyndina eða hannaði stólinn en hann var vinsæll á sumardvalastöðum eins og Acapulco í Mexíkó. Frágangur plastreimanna var undir áhrifum frá Maya-indjánum en formið var módernískt.Hér er hægt að nálgast mynd af stólnum sem kominn er aftur í framleiðslu hjá Ok design eftir að hafa horfið af sjónarsviðinu um tíma. Ef vel er að gáð sést að stálgrindin er ekki eins formuð og sú sem er í stólnum á Pallinum. Myndin sem fylgir fréttinni er af stólnum sem er í eigu Hönnunarsafnsins.

Lesa áfram

Býrð þú yfir vitneskju?

Sumarsýningu Hönnunarsafns Íslands, Óvænt kynni. Innreið nútímans í íslenska hönnun, er meðal annars ætlað að styrkja rannsóknarhlutverk safnsins um íslenska hönnunarsögu. Hugmyndin með Pallinum er að sýna gripi sem vantar meiri upplýsingar um. Gripum verður skipt reglulega út á meðan á sýningartíma stendur. Hægt verður að fylgjast með á heimasíðunni sem og á facebook síðu þess. Þar sem hægt verður að nálgast myndir og upplýsingar um alla gripi sem valdir eru á Pallinn.

Þekking á íslenskri hönnunarsögu er enn að mótast og eitt stærsta verkefnið sem unnið er að í safninu í dag er að leita upplýsinga og safna og skrá skipulega þessa sögu eftir ýmsum leiðum. Í safneignina hafa ratað hlutir sem lítið er vitað um. Því viljum við nota tækifærið samhliða sýningunni Óvænt kynni, og leita til gesta safnsins eftir upplýsingum.

Lesa áfram

Sunnudaginn 7. júlí verður dagskrá fyrir alla fjölskylduna í Hönnunarsafninu. Aðgangur er ókeypis.

FJÖLSKYLDULEIÐSÖGN Kl. 14:30 um yfirstandandi sýningu, Óvænt kynni, í fylgd Þóru Sigurbjörnsdóttur fulltrúa safneignar.  Í leiðsögninni mun Þóra flétta inn frásögnum af því starfi sem fram fer á bak við tjöldin í Hönnunarsafninu og varpa ljósi á þá vinnu sem í gangi er á heimildaöflun um íslenska hönnunarsögu.

ÓVÆNT KYNNI - Innreið nútímans í íslenska hönnun (7.6. -13.10. 2013)

Lesa áfram

Þóra Sigurbjörnsdóttir, fulltrúi safneignar hjá Hönnunarsafni Íslands vera með hádegissleiðsögn um sýningarnar Gísli B. – Fimm áratugir í grafískri hönnun og Innlit í Glit. Leiðsögnin hefst  kl. 12 og er um 20 mín.

Sérstök áhersla verður lögð á merki Gísla, þar sem lesið verður í táknin sem birtast þar og velt vöngum yfir því hvaða sögu þau segja.

Sýningin Innlit í Glit segir frá fyrstu 15 árum í sögu Leirbrennslunnar Glit hf. Sagt verður frá þeirri sögu í stuttu máli ásamt því að einstakir gripir verða skoðaðir sérstaklega.

Allir  velkomnir.

Lesa áfram

Sunnudaginn 27. janúar 2013, kl. 14, flytur Gísli B. Björnsson fyrirlestur í Hönnunarsafni Íslands í Garðabæ um merki. Þar mun hann leitast við að svara spurningum um hvað einkenni góð merki og að hverju hönnuðir þurfi að huga, við hönnun merkja. Nokkur merki verða skoðuð og farið yfir hvernig hefur tekist til við hönnun þeirra.

Lesa áfram

Síður

Subscribe to RSS - Safnfræðsla