Senn fer sýningunni „Saga til næsta bæjar“ að ljúka. Síðasti sýningardagur er sunnudaginn 14. október og okkur í safninu, langar að bjóða í „slútt“ þann dag kl. 16:00.
Af þessu tilefni gefst gullið tækifæri fyrir spjall um veg vöruhönnunar á Íslandi og að draga upp tímaásinn og markverða viðburði á þartilgerðan flöt inni á sýningunni undir stjórn sýningarstjóra, Hlínar Helgu Guðlaugsdóttur.