Saga til næsta bæjar

Senn fer sýningunni „Saga til næsta bæjar“ að ljúka. Síðasti sýningardagur er sunnudaginn 14. október og okkur í safninu, langar að bjóða í „slútt“ þann dag kl. 16:00.

Af þessu tilefni gefst gullið tækifæri fyrir spjall um veg vöruhönnunar á Íslandi og að draga upp tímaásinn og markverða viðburði á þartilgerðan flöt inni á sýningunni undir stjórn sýningarstjóra, Hlínar Helgu Guðlaugsdóttur.

Lesa áfram

Nú fer hver að verða síðastur að skoða sýningu safnsins á fjölbreyttri íslenskri vöruhönnun. Sunnudaginn 14. október lýkur sýningunni “Saga til næsta bæjar”.Á henni eru ýmis samstarfsverkefni hönnuða sýnd eða einstök verk sem eru góður vitnisburður um þá öru þróun sem hefur verið í gangi í  vöruhönnun á Íslandi. Sýningarstjóri er Hlín Helga Guðlaugsdóttir og verður hún með leiðsögn fyrir almenning síðasta sýningardag, kl. 15.

Lesa áfram

Matarhönnun í Hönnunarsafni Íslands, sunnudaginn 9. september 2012, kl. 14.

Lesa áfram

Staðsetning: Hönnunarsafn Íslands, Garðatorgi 1.
Tími: Föstudagur 14. september, 2012  frá kl. 8:30 -15.

Lesa áfram

Sunnudaginn 8. júlí er íslenski safnadagurinn en þá bjóða söfnin upp á fjölbreytta dagskrá fyrir alla fjölskylduna. Í Hönnunarsafni Íslands verður ratleikur fyrir alla fjölskylduna um yfirstandandi sýningu safnsins sem ber heitið ,,Saga til næsta bæjar". Dregið verður úr réttum lausnum og vegleg verðlaun í boði.

Saga til næsta bæjar er saga líðandi stundar, lýsing augnabliks í íslenskri vöruhönnun og innsýn í síðasta áratug, barnæsku fagsins á Íslandi á umbrotatímum.
nánar

Í anddyri safnsins er hægt að setjast niður við borðið Góu, spjalla eða fletta blaði yfir kaffibolla og súkkulaðifjalli.

Verið velkomin til okkar á sunnudaginn, aðgangur er ókeypis á íslenska safnadaginn.

Lesa áfram

Fyrir rétt um áratug hófst kennsla í vöruhönnun, eða þrívíðri hönnun eins og hún var nefnd þá, við Listaháskóla Íslands. Á undraskömmum tíma hefur þessi unga hönnunargrein náð að fanga athygli almennings með þeim aragrúa verkefna og spennandi hluta sem íslenskir vöruhönnuðir hafa gert.

Á sýningunni er leitast við að veita innsýn í vöruhönnun og mótun landslags hennar síðustu ár. Sjónum er sérstaklega beint að samstarfsverkefnum vöruhönnuða. Verkefni þeirra eru oftar en ekki þverfagleg. Þau eru margbreytileg og mikilvæg í mótun landslags vöruhönnunar á Íslandi og um leið fyrir íslenskt samfélag. Inn í þetta samhengi fléttast sögur þeirra hönnuða sem hafa látið að sér kveða fyrr og nú auk þeirra nýju radda yngri kynslóðarinnar sem hafa sprottið fram.

Lesa áfram

Í Hönnunarsafni Íslands stendur yfir undirbúningur að sumarsýningu safnsins sem ber vinnuheitið Saga til næsta bæjar. Til sýnis verður vöruhönnun og ýmis verkefni henni tengd, stór og smá. Lögð er áhersla á það sem hefur verið að gerast á síðustu árum og saga þeirra hluta sem valdir hafa verið á sýninguna verður sögð.

Sýningarstjóri er Hlín Helga Guðlaugsdóttir vöruhönnuður.

Lesa áfram
Subscribe to RSS - Saga til næsta bæjar