Samkeppnir

Hönnunarsamkeppni um húsgögn í Hörpu

Síðastliðið sumar var efnt til hönnunarsamkeppni um tillögur að húsgögnum í Hörpu, tónlistar- og ráðstefnuhúsið í Reykjavík. Óskað var eftir tillögum að bekkjum fyrir börn og fullorðna, framhliðum á færanlega bari, færanleg borð í almenningsrými auk ræðupúlta og framhliða á ráðstefnuborð í ráðstefnusali og fundarherbergi hússins. Um er að ræða hönnun fyrir þau rými þar sem tekið er á móti gestum, við aðalinngang á jarðhæð, á svölum framan við salina og í ráðstefnu- og fundarsali.

2011-01-14T00:00:00 to 2011-03-13T00:00:00
Lesa áfram

Arkitektafélag Íslands og Hönnunarsafn Íslands hafa undirritað samning um að safnið varðveiti samkeppnisgögn úr samkeppnum sem haldnar eru eftir reglum Arkitektafélags Íslands. Ekkert safn hefur áður haft það hlutverk að varðveita slík gögn hér á landi, en samkeppnisgögn veita, þegar frá líður, mikilvæga innsýn í starf einstakra arkitekta og arkitektastofa og bera vitnisburð um strauma og stefnur í byggingarlist. Heimildagildi í slíkum safnkosti er dýrmætt og með varðveislunni vilja bæði Arkitektafélagið og Hönnunarsafnið stuðla að aðgengi rannsakenda að slíkum gögnum, svo og faglegri meðhöndlun við varðveislu þeirra.

Lesa áfram
Subscribe to RSS - Samkeppnir