Sigurður Gústafsson

Norræn hönnun í dag

Hönnuðirnir og hönnunarteymið Front (Svíþjóð), Harri Koskinen (Finnland),  Henrik Vibskov (Danmörk), Sigurd Bronger (Noregur), Steinunn Sigurðardóttir (Ísland) og Sigurður Gústafsson (Ísland) eiga það öll sameiginlegt að hafa á síðustu árum hlotið sænsku Torsten og Wanja Söderberg hönnunarverðlaunin sem eru meðal virtustu hönnunarverðlauna samtímans.

2013-03-13T15:45:00 to 2013-05-26T15:45:00
Lesa áfram

Munir úr Hönnunarsafninu í Norræna húsinu og Hannesarholti 17. - 22. júní

  Í tilefni af komu Viktoríu krónprinsessu Svíþjóðar og eiginmanns hennar Daníels prins til Íslands dagana 18. og 19. júní  næstkomandi verða valdir munir úr safneign Hönnunarsafn Íslands til sýnis frá 17. – 22. júní.

Í Norræna húsinu og í Hannesarholti verða sýndir nokkrir munir úr Sænsku glergjöfinni sem Karl Gústaf Svíakonungur afhenti Hönnunarsafni Íslands til varðveislu fyrir tíu árum, þegar hann kom hingað til lands í fylgd konu sinnar, Sylvíu drottningar og dóttur þeirra, Viktoríu krónprinsessu. Þessi  verk mynda dýrmætan stofn í safneign safnsins. Þarna er um að ræða glæsilegt úrval sænskrar glerlistar eftir samtímalistamenn, munirnir eru gefnir af örlæti þeirra til Íslendinga.

Lesa áfram

Sunnudaginn 26. maí kl. 14 verða leiðsagnir um báðar sýningar safnsins.

Innlit í Glit

Inga Ragnarsdóttir myndlistarmaður mun ganga um sýninguna Innlit í Glit og segja frá starfsemi leirbrennslunnar Glit sem var stofnuð árið 1958. Sumir af okkar þekktustu leir- og myndlistarmönnum hófu starfsferil sinn í Glit og verður varpað ljósi á það vinnulag sem ríkti á verkstæðinu að Óðinsgötu og þær breytingar sem urðu við framleiðsluna eftir að fyrirtækið fluttist á Höfðabakkann um 1970.

Lesa áfram
Subscribe to RSS - Sigurður Gústafsson