Norski skatrgripahönnuðurinn Sigurd Bronger mun halda fyrirlestur um verk sín í Norræna húsinu, miðvikudaginn 13. mars kl. 12.
Sigurd Bronger er núverandi handhafi Söderberg hönnunarverðlaunanna. Gripirnir hans leiða okkur inn í vélrænt landslag ævintýra, skreytt strákslegum/ungæðislegum draumum með rómantískum og glaðlegum hrekkjum. Sigurd Bronger færir okkur aftur til tjáningarmáta hönnunar frá upphafsárum iðnvæðingarinnar og uppfinningar endurreisnarinnar, eða að útópískri draumsýn um framtíðina. Líðandi stund verður að hráefni ásamt eðalmálmum, demöntum og viðar, allt er vandlega valið og þróað í löngu og nákvæmu ferli.
Skartgripir Brongers eru hafnir yfir kyngervi, þó að úrvinnslan sé karllæg með ýmsum búnaði, nákvæmni verkfræðinnar og undursamlegum handunnum umbúðum.