Sjálfsagðir hlutir

Á Hvítasunnudag, þann 27. maí er síðasti sýningardagur sýninganna Fingramáls og Sjálfsagðra hluta. Þann dag kl. 14 verður Harpa Þórsdóttir forstöðumaður safnsins með leiðsögn um sýningarnar.
Sýningin Fingramál  er sýning á verkum fimm hönnuða og eins listamanns sem öll eiga það sameiginlegt að vinna með prjón. Fantasían í vinnu hönnuða verður ekki alltaf sýnileg þegar vinna þeirra er tilbúin til framleiðslu og á markað en á sýningunni eru aftur á móti verk sem bera með sér fullt listrænt frelsi. Hönnuðir og listamenn sem eiga verk á sýningunni: Mundi, Aftur, Erna Einarsdóttir, Bergþóra Guðnadóttir, Volki og Hrafnhildur Arnardóttur aka. Shoplifter.
Sýningarstjóri er Steinunn Sigurðardóttir hönnuður.

Lesa áfram

Í apríl og maí býðst nemendum í  leik- og grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu að koma í heimsókn í Hönnunarsafn Íslands í Garðabæ og taka þátt í listasmiðju fyrir börn.

Í sýningarsölum safnsins eru tvær sýningar sýningin Fingramál og sýningin Sjálfsagðir hlutir Á sýningunni „Sjálfsagðir hlutir“ eru sýndir nokkrir hlutir sem við lítum á sem sjálfsagða í daglegu lífi og efnisvali þeirra gerð skil. Augnlinsur, tannstönglar, klósett og bréfaklemmur eru dæmi um hluti sem við teljum sjálfsagða í dag.

Í tengslum við sýninguna er starfrækt listasmiðja fyrir börn þar sem skólahópar hafa búið til flautur, smellur, módel af húsgögnum og annað skemmtilegt.

Lesa áfram

Á Safnanótt kl. 19 verður ný sýning opnuð í safninu sem heitir Sjálfsagðir hlutir. Ýmsir sjálfsagðir hlutir í umhverfi okkar eru fyrirferðarlitlir. Svo að segja allt sem við snertum dags daglega hefur verið hannað á einhvern hátt.  Á sýningunni Sjálfsagðir hlutir er vakin athygli á gripum sem við lítum á sem sjálfsagða í daglegu lífi og þeim efnum sem þeir eru gerðir úr. Fjölskyldusmiðja verður í tengslum við sýninguna þar verða verkefni í tengslum við hráefni og hönnun.

Tækninýjungar, forvitni og útsjónarsemi einstaklinga hafa oftar en ekki haldist í hendur við að skapa eitthvað nýtt og óvenjulegt úr hráefnum. Hlutverk hönnuða er í flestum tilfellum að auðvelda líf okkar. Þeir eru stöðugt að hanna ný verkfæri sem hjálpa til við að leysa verkefni daglegs lífs.

Lesa áfram

Dagskrá:
Þema kvöldsins er MAGNAÐ MYRKUR

opið hús kl. 19:00-24:00
Kl. 19:00 Opnun á nýrri sýningu - ,,Sjálfsagðir hlutir“

Kl. 19:30 – 21:00 Fjölskyldusmiðja, allir sem heimsækja sýninguna
,,Sjálfsagðir hlutir“ geta tekið þátt í smiðjuvinnu

Kl. 21:00 Myrkraleiðsögn í Hönnunarsafninu - ,,Húsgögnin í nýju ljósi“
Spennandi og óhefðbundin leiðsögn fyrir alla aldurshópa.
Leiðsögn: Nanna Kristín Magnúsdóttir leikkona

Kl. 22.30 Myrkraleiðsögn í Hönnunarsafninu - ,,Húsgögnin í nýju ljósi“
Spennandi og óhefðbundin leiðsögn fyrir alla aldurshópa.
Leiðsögn: Nanna Kristín Magnúsdóttir leikkona

Gestir geta jafnframt skoðað sýningarnar ,,Hlutirnir okkar“ frá kl. 19-24. Safnbúðin Kraum opin á sama tíma.
Skemmtilegt barnahorn fyrir yngstu börnin er opið á jarðhæð safnsins.

Safnanótt - dagskrá í Garðabæ

Lesa áfram
Subscribe to RSS - Sjálfsagðir hlutir