Á Hvítasunnudag, þann 27. maí er síðasti sýningardagur sýninganna Fingramáls og Sjálfsagðra hluta. Þann dag kl. 14 verður Harpa Þórsdóttir forstöðumaður safnsins með leiðsögn um sýningarnar.
Sýningin Fingramál er sýning á verkum fimm hönnuða og eins listamanns sem öll eiga það sameiginlegt að vinna með prjón. Fantasían í vinnu hönnuða verður ekki alltaf sýnileg þegar vinna þeirra er tilbúin til framleiðslu og á markað en á sýningunni eru aftur á móti verk sem bera með sér fullt listrænt frelsi. Hönnuðir og listamenn sem eiga verk á sýningunni: Mundi, Aftur, Erna Einarsdóttir, Bergþóra Guðnadóttir, Volki og Hrafnhildur Arnardóttur aka. Shoplifter.
Sýningarstjóri er Steinunn Sigurðardóttir hönnuður.