Hönnunarsafn Íslands auglýsir til umsóknar starf sérfræðings safneignar. Í starfinu felst skráning safngripa, umsjón með safnkosti og varðveislurýmum safnsins ásamt því að miðla á skapandi hátt þessari áhugaverðu hlið safnsins.
Leitað er að lausnamiðuðum og jákvæðum einstaklingi sem hefur brennandi áhuga á safnastarfi og hönnun.

Leitað er að lausnamiðuðum og jákvæðum einstaklingi sem hefur brennandi áhuga á safnastarfi og hönnun.

Helstu viðfangsefni:

• Umsjón með safnkosti og varðveislurými safnsins
• Skráning á safnkosti í Sarp skráningarkerfi
• Eftirlit og umsjón með aðstæðum í sýningasölum
• Miðlun safnkosts á samfélagsmiðlum
• Svörun fyrirspurna
• Þátttaka í gerð sýninga
• Önnur verkefni sem safnstjóri felur starfsmanni

Lesa áfram