Íslenska
Stefnumótun stjórnar 2015 - 2019
Stefnumótun stjórnar Hönnunarsafns Íslands hófst vorið 2015 að frumkvæði stjórnar og í samstarfi við forstöðumann safnsins og yfirmann fræðslu- og menningarsviðs Garðabæjar. Stefnumótuninni er ætlað að vera rammi fyrir starfsemi safnsins á næstu árum og skal hún unnin reglulega eins og kemur fram í reglum um starfsemi viðurkenndra safna á Íslandi.