Steinunn Marteinsdóttir

Á dögunum færði Steinunn Marteinsdóttir Hönnunarsafni Íslands veglega gjöf. Um er að ræða nokkurn fjölda leirmuna eftir Steinunni sem voru á yfirlitssýningu safnsins á verkum hennar fyrr á þessu ári. Meðal þeirra verka sem Steinunn gaf safninu eru stórir skúlptúrvasar, Jökulstef og Esjustef sem hún sýndi á fyrstu einkasýningu sinni á Kjarvalsstöðum árið 1975 og marka þáttaskil í íslenskri lista- og hönnunarsögu. Þessi verk eru lykilverk á ferli Steinunnar, þau sýna frumlega afstöðu gagnvart þeirri hefð sem hafði verið ríkjandi í íslenskri leirlist fram að þessum tíma. Með náttúrustefjum sínum mótaði Steinunn íslensk fjöll sem var nýmæli innan leirlistarinnar og vakti mikla athygli. Annar kjörgripur sem Steinunn færði safninu er hár vasi sem var sendur á stóra norræna farandsýningu í Bandaríkjunum árið 1980.

Lesa áfram

Vorvindar glaðir – Hönnunarsafn Íslands og Garðaskóli

Í tilefni af Listadögum barna verða nemendur í 8.bekk Garðaskóla með sýningu á keramikverkum í Hönnunarsafni Íslands dagana26. apríl - 8. maí.

Verkin eru unnin í samstarfi við Hönnunarsafnið. Nemendur fengu leiðsögn um sýninguna Ísland er svo keramískt, þar sem farið var yfir fjölbreyttan feril Steinunnar Marteinsdóttur leirlistamanns. Eftir heimsóknina unnu þau áfram með hugmyndir í skólanum og sérstök áhersla var lögð á innblástur frá náttúrunni sem var einn helsti áhrifavaldur Steinunnar.

Afrakstur þessarar vinnu verður sýndur í Hönnunarsafni Íslands á meðan á Listadögum barna stendur.

 

Lesa áfram

Steinunn Marteinsdóttir mun ganga um sýninguna Ísland er svo keramískt í fylgd Þóru Sigurbjörnsdóttur sérfræðings safnsins síðasta sýningardag þann 28. febrúar kl. 14:00.

Steinunn er einstakur leirlistamaður í íslenskri hönnunar– og listasögu. Hún hefur á 55 ára ferli skapað afar persónulegan stíl með verkum sínum sem hún hefur mótað og unnið með krefjandi hætti. Steinunn hefur aldrei numið staðar í sinni vinnu. Afköstin hafa verið mikil og sköpunarþátturinn oft á tíðum dirfskufullur. Á sunnudag mun hún rifja upp minningar tengdar ferli sínum og segja frá mismunandi tímabilum og þemum sem einkennt hafa verk hennar.

Ísland er svo keramískt er yfirlitssýning á verkum Steinunnar Marteinsdóttur leirlistamanns sem hefur verið ákaflega vel sótt frá því að hún var opnuð snemma í janúar.

Lesa áfram

Sunnudaginn 14. febrúar kl. 14 verður Harpa Þórsdóttir sýningarstjóri sýningarinnar Ísland er svo keramískt með leiðsögn um sýninguna. Allir eru velkomnir.

Þetta er yfirlitssýning á verkum Steinunnar Marteinsdóttur leirlistamanns sem hefur verið ákaflega vel sótt frá því að hún var opnuð snemma í janúar

Í leiðsögninni ætlar Harpa að fjalla um leirlist Steinunnar í víðu ljósi, en verk hennar á löngum ferli eru afar ólík. Á sýningunni gefst kærkomið tækifæri til að bera saman ólík tímabil Steinunnar og mismunandi áherslur. Harpa mun í leiðsögninni leggja áherslu á að lýsa höfundareinkennum þessa afkastamikla leirlistamanns og skýra sérstöðu Steinunnar í íslenskri hönnunar– og listasögu.

Lesa áfram

Föstudagskvöldið 5. febrúar er Safnanótt í söfnum á höfuðborgarsvæðinu. Hönnunarsafnið hefur ávallt boðið upp á fjölbreytta dagskrá á þessu kvöldi. Við bjóðum alla velkomna til okkar, aðgangur er ókeypis og það er tilvalið að gefa sér góða stund til að skoða. Tvær sýningar eru í sölum safnsins, annars vegar sýningin ,,Geymilegir hlutir" á munum úr safneign safnsins þar sem áhersla er lögð á að segja frá uppbyggingu safnkosts þessa unga safns og um leið hvernig verið er að rannsaka íslenska hönnunarsögu. Hin sýningin er yfirlitssýning á verkum leirlistakonunnar Steinunnar Marteinsdóttur sem fagnar áttræðisafmæli sínu síðar í þessum mánuði. Steinunn er einn mikilvirkasti íslenski leirlistamaðurinn okkar. Hún hefur farið ótroðnar slóðir í sinni sköpun og segir frá ýmsu í hálftíma langri viðtalsmynd sem Hönnunarsafnið lét taka upp í tengslum við undirbúning sýningarinnar.

Lesa áfram

Í tengslum við yfirlitssýningu Hönnunarsafns Íslands á verkum Steinunnar Marteinsdóttur leirlistamanns stóð safnið fyrir Opnu húsi á heimili Steinunnar laugardaginn 31. janúar síðastliðinn. Fjöldi fólks nýtti þetta tækifæri til að skoða hlýlegt og listrænt heimili og vinnustofur Steinunnar þennan fagra vetrardag.  Steinunn flutti árið 1969 að Hulduhólum, en hún og þáverandi eiginmaður hennar Sverrir Haraldssson listmálari, breyttu fjósi og hlöðu í heimili og vinnustofur þar sem Steinunn býr enn. Húsið er framúrskarandi vitnisburður um heimili listamanns, þar sem útsjónarsemi, hagleikur og næmni fyrir fagurfræði ráða ríkjum.  Mátti heyra á máli fólks sem kom að skoða verk Steinunnar og heimili að það hefði lengi langað til að skoða þetta sérstaka hús, sem liggur í þjóðleið.

Lesa áfram

Síðasti sýningardagur - Leiðsögn með Steinunni Marteinsdóttur

Date: 
sunnudagur, 28 febrúar, 2016 - 14:00 - 15:00
Síðasti sýningardagur - Leiðsögn með Steinunni Marteinsdóttur

Steinunn Marteinsdóttir leirlistakona mun ganga um sýninguna Ísland er svo keramískt í fylgd Þóru Sigurbjörnsdóttur sérfræðings safnsins og rifja upp minningar tengdar ferlinum.

Íslenska
Lesa áfram

"Ísland er svo keramískt" - Leiðsögn

Date: 
sunnudagur, 14 febrúar, 2016 - 14:00 - 14:30
"Ísland er svo keramískt" - Leiðsögn

Þóra Sigurbjörnsdóttir, starfsmaður safnsins verður með almenna leiðsögn um sýninguna Ísland er svo keramískt.

Íslenska
Lesa áfram

Heimsókn í Hulduhóla

Date: 
sunnudagur, 31 janúar, 2016 - 14:00 - 16:30
Heimsókn í Hulduhóla

Sunnudaginn 31. janúar verður opið hús að Hulduhólum í Mosfellsbæ. Þar gefst gestum meðal annars kostur á að njóta leiðsagnar um listhúsið og heimili Steinunnar og vinnustofu.

Allir velkomnir!

 

Íslenska
Lesa áfram

Ísland er svo keramískt

Hönnunarsafn Íslands efnir til yfirlitssýningar á leirlist Steinunnar Marteinsdóttur. Steinunn er einstakur leirlistamaður í íslenskri hönnunar- og listasögu. Hún hefur á 55 ára ferli skapað afar persónulegan stíl með verkum sínum sem hún hefur mótað og unnið með krefjandi hætti.

2016-01-09T13:00:00 to 2016-02-28T18:00:00
Lesa áfram

Síður

Subscribe to RSS - Steinunn Marteinsdóttir