Steinunn Sigurðardóttir

Norræn hönnun í dag

Hönnuðirnir og hönnunarteymið Front (Svíþjóð), Harri Koskinen (Finnland),  Henrik Vibskov (Danmörk), Sigurd Bronger (Noregur), Steinunn Sigurðardóttir (Ísland) og Sigurður Gústafsson (Ísland) eiga það öll sameiginlegt að hafa á síðustu árum hlotið sænsku Torsten og Wanja Söderberg hönnunarverðlaunin sem eru meðal virtustu hönnunarverðlauna samtímans.

2013-03-13T15:45:00 to 2013-05-26T15:45:00
Lesa áfram

Sunnudaginn 26. maí kl. 14 verða leiðsagnir um báðar sýningar safnsins.

Innlit í Glit

Inga Ragnarsdóttir myndlistarmaður mun ganga um sýninguna Innlit í Glit og segja frá starfsemi leirbrennslunnar Glit sem var stofnuð árið 1958. Sumir af okkar þekktustu leir- og myndlistarmönnum hófu starfsferil sinn í Glit og verður varpað ljósi á það vinnulag sem ríkti á verkstæðinu að Óðinsgötu og þær breytingar sem urðu við framleiðsluna eftir að fyrirtækið fluttist á Höfðabakkann um 1970.

Lesa áfram

Sýningin Fingramál er sýning á verkum sex íslenskra hönnuða sem allir eiga það sameiginlegt að vinna með prjón. Sýningin verður opnuð formlega í safninu þann 21. mars kl. 17.

Verkin á sýningunni eru unnin innan ákveðins ramma en þau bera það með sér að hönnuðurnir hafa fullt listrænt frelsi til að tjá sig með hugmyndaflugi sínu. Fantasían í vinnu hönnuða verður ekki alltaf sýnileg þegar hönnun er komin á lokastig en hér er staðnæmst áður en ytri aðstæður, eins og markaður og tíska taka í taumana.

Hönnuðir sem eiga verk á sýningunni: Mundi, Aftur, Erna Einarsdóttir, Bergþóra Guðnadóttir, Volki, Hrafnhildur Arnardóttur aka. Shoplifter.

Sýningin Fingramál er framlag Hönnunarsafnins á HönnunarMars 2012 og stendur til 20. maí næstkomandi. Nánar um sýninguna

Lesa áfram

FINGRAMÁL

Stundum eigum við erfitt með að koma orðum að þeim tilfinningum sem vakna hjá okkur þegar við sjáum eitthvað sem við hrífumst af. Orðin eru þó aðeins ein mynd mismunandi tjáskipta.  Við getum líka tjáð tilfinningar með svipbrigðum eða líkamsstöðu og hugurinn og höndin skapa saman sterkt tungumál, fingramálið.
Sköpunarverkin stór og smá eru líka fingramál hugans. Þau geta staðið þarna eins og orðlausir hlutir þó þau séu í raun hlaðin frásögnum.

2012-03-21T00:00:00 to 2012-05-27T00:00:00
Lesa áfram
Subscribe to RSS - Steinunn Sigurðardóttir