Agnes Freyja Björnsdóttir, Silvía Sif Ólafsdóttir og Sylvía Dröfn Jónsdóttir útskrifuðust úr vöruhönnun frá Listaháskóla Íslands árið 2020. Það sem einkennir verk þeirra eru leikur, húmor og tilraunagleði. Samtöl fólks í sundlaugum og samband manna og fugla mun koma við sögu í hönnunarferlinu sem lýkur með uppskeruhátíð á HönnunarMars 2022 sem verður haldinn 4.–8. maí.

2022-01-11T12:00:00 to 2022-05-08T17:00:00