Sýningin Fingramál er sýning á verkum sex íslenskra hönnuða sem allir eiga það sameiginlegt að vinna með prjón. Sýningin verður opnuð formlega í safninu þann 21. mars kl. 17.
Verkin á sýningunni eru unnin innan ákveðins ramma en þau bera það með sér að hönnuðurnir hafa fullt listrænt frelsi til að tjá sig með hugmyndaflugi sínu. Fantasían í vinnu hönnuða verður ekki alltaf sýnileg þegar hönnun er komin á lokastig en hér er staðnæmst áður en ytri aðstæður, eins og markaður og tíska taka í taumana.
Hönnuðir sem eiga verk á sýningunni: Mundi, Aftur, Erna Einarsdóttir, Bergþóra Guðnadóttir, Volki, Hrafnhildur Arnardóttur aka. Shoplifter.
Sýningin Fingramál er framlag Hönnunarsafnins á HönnunarMars 2012 og stendur til 20. maí næstkomandi. Nánar um sýninguna