Torfi Fannar hefur komið sér fyrir í anddyri Hönnunarsafnsin með prjónavélina sína og töfrar þar fram flíkur í suðrænum anda sem eru um leið þægilega norrænar. Sýningin er sölusýning og hluti af safnbúð Hönnunarsafnsins.

Torfi útskrifaðist með BfA gráðu í myndlist úr Gerrit Rietveld Academie í Amsterdam árið 2012 og var í starfsnámi hjá danska fatahönnuðinum Henrik Vibskov árið 2014. Hann hefur unnið að ýmsu síðan þá m.a. tónlistargerð. Þetta er fyrsta fatalína Torfa undir merkinu Mannabein.

2018-06-24T16:00:00 to 2018-11-04T17:00:00