Sunnudaginn 31. janúar er lokadagur sýningarinnar 100% ULL.
Af því tilefni ætla Birgir Örn Jónsson sýningarstjóri og Sigríður Sigurjónsdóttir forstöðumaður Hönnunarsafns Íslands að vera með leiðsögn um hana þann sama dag.
Ullarvinnsla hefur löngum verið samofin handverks-og iðnaðarsögu þjóðarinnar og eru nú um 750 tonn af ull nýtt í ullarframleiðslu á hverju ári.
Á sýningunni er hægt að fræðast um sex ólík verkefni íslenskra hönnuða og fyrirtækja þar sem íslenska ullin er nýtt á ýmsa vegu.
Þeir hönnuðir og fyrirtæki sem taka þátt í sýningunni eru:
Kula by Bryndís, Ásthildur Magnúsdóttir vefari, Ró, Kormákur og Skjöldur, Magnea og Ístex.