Vöruhönnun

Sigga Heimis

Formleg opnun sýningar á verkum Sigríðar Heimisdóttur iðnhönnuðar var í safninu laugardaginn 11. september nk.  Sýningin verður opin almenningi frá og með sunnudeginum 12. september.

2010-09-11T00:00:00 to 2011-01-30T00:00:00
Lesa áfram

Hvít jól

Hvít jól er heiti jólasýningar Hönnunarsafns Íslands 2011. Þar gefur að líta fjölbreyttan norrænan borðbúnað úr ýmsum áttum - gamalt í bland við nýtt og kunnuglega hluti í bland við framandi. Í huga mínum eru jólin eitt stórt matarboð: sparistellið á borðum, ilmur af jólasteik og furutré og jólakveðjurnar í útvarpinu auka á hátíðleikann.

2011-10-28T00:00:00 to 2012-01-15T00:00:00
Lesa áfram

Sjálfsagðir hlutir

Tilgangur sýningarinnar Sjálfsagðir hlutir er að kynna efni og sögu þekktra og oft klassískra hluta í hönnunarsögunni. Nær allt sem við snertum hefur verið hannað á einhvern hátt. Á sýningunni  eru sýndir nokkrir af þeim hlutum sem við lítum á sem sjálfsagða í daglegu lífi og efnisvali þeirra gerð skil. Augnlinsur, tannstönglar, klósett og bréfaklemmur eru dæmi um hluti sem gegna allir á sinn hátt mikilvægu hlutverki og hafa jafnvel sannað gildi sitt sem „klassískir“ á þann hátt að endurnýjun eða endurhönnun virðist óþörf þegar við virðum þá fyrir okkur í dag. 

2012-02-10T00:00:00 to 2012-05-20T00:00:00
Lesa áfram

Saga til næsta bæjar

Saga til næsta bæjar er saga líðandi stundar, lýsing augnabliks í íslenskri vöruhönnun og innsýn í síðasta áratug, barnæsku fagsins á Íslandi á umbrotatímum. Við skyggnumst inn í hugmyndaheim valdra hönnuða þessa tímabils, samstarf þeirra þvert á greinar og samtal við samfélög. Tilraunir og leit að nýjum leiðum taka á sig ýmsar myndir í umhverfi án hefðbundins iðnaðar og jafnvel markaðar. Við hrífumst af fagurfræði og ljóðrænu yfirborðsins en undir niðri krauma draumar um betri heim og sannfæring um hönnun sem afl til raunverulegra breytinga.

2012-06-07T00:00:00 to 2012-10-14T00:00:00
Lesa áfram

Heimar - Kosmos

Dögg er mikilvægur fulltrúi sístækkandi hóps íslenskra hönnuða sem starfar með alþjóðlegum framleiðendum. Fjölbreytt hönnun hennar endurspeglar tilraunir með nýjan efnivið úr íslensku hráefni. Með ríka skapandi þörf að vopni og ásetning um frumlega nálgun við efnið verður niðurstaðan oft á tíðum óvænt. Verk Daggar hafa sterka tengingu við íslenskan þjóðararf, hún sækir innblástur í margbreytileika íslenska landslagsins og gamalt handverk og tengir saman á nýjan hátt.

2014-03-26T00:00:00 to 2014-06-08T00:00:00
Lesa áfram

Sýningin Heimar / Kosmos verður opnuð næstkomandi miðvikudag, 26. mars í tilefni af HönnunarMars 2014. Þar getur að líta  fjölbreytta hönnun Daggar Guðmundsdóttur.

Dögg er mikilvægur fulltrúi sístækkandi hóps íslenskra hönnuða sem starfar með alþjóðlegum framleiðendum. Fjölbreytt hönnun hennar endurspeglar tilraunir með nýjan efnivið úr íslensku hráefni. Með ríka skapandi þörf að vopni og ásetning um frumlega nálgun við efnið verður niðurstaðan oft á tíðum óvænt. Verk Daggar hafa sterka tengingu við íslenskan þjóðararf, hún sækir innblástur í margbreytileika íslenska landslagsins og gamalt handverk og tengir saman á nýjan hátt.

Lesa áfram

Sunnudaginn 8. júlí er íslenski safnadagurinn en þá bjóða söfnin upp á fjölbreytta dagskrá fyrir alla fjölskylduna. Í Hönnunarsafni Íslands verður ratleikur fyrir alla fjölskylduna um yfirstandandi sýningu safnsins sem ber heitið ,,Saga til næsta bæjar". Dregið verður úr réttum lausnum og vegleg verðlaun í boði.

Saga til næsta bæjar er saga líðandi stundar, lýsing augnabliks í íslenskri vöruhönnun og innsýn í síðasta áratug, barnæsku fagsins á Íslandi á umbrotatímum.
nánar

Í anddyri safnsins er hægt að setjast niður við borðið Góu, spjalla eða fletta blaði yfir kaffibolla og súkkulaðifjalli.

Verið velkomin til okkar á sunnudaginn, aðgangur er ókeypis á íslenska safnadaginn.

Lesa áfram

Fyrir rétt um áratug hófst kennsla í vöruhönnun, eða þrívíðri hönnun eins og hún var nefnd þá, við Listaháskóla Íslands. Á undraskömmum tíma hefur þessi unga hönnunargrein náð að fanga athygli almennings með þeim aragrúa verkefna og spennandi hluta sem íslenskir vöruhönnuðir hafa gert.

Á sýningunni er leitast við að veita innsýn í vöruhönnun og mótun landslags hennar síðustu ár. Sjónum er sérstaklega beint að samstarfsverkefnum vöruhönnuða. Verkefni þeirra eru oftar en ekki þverfagleg. Þau eru margbreytileg og mikilvæg í mótun landslags vöruhönnunar á Íslandi og um leið fyrir íslenskt samfélag. Inn í þetta samhengi fléttast sögur þeirra hönnuða sem hafa látið að sér kveða fyrr og nú auk þeirra nýju radda yngri kynslóðarinnar sem hafa sprottið fram.

Lesa áfram

Í Hönnunarsafni Íslands stendur yfir undirbúningur að sumarsýningu safnsins sem ber vinnuheitið Saga til næsta bæjar. Til sýnis verður vöruhönnun og ýmis verkefni henni tengd, stór og smá. Lögð er áhersla á það sem hefur verið að gerast á síðustu árum og saga þeirra hluta sem valdir hafa verið á sýninguna verður sögð.

Sýningarstjóri er Hlín Helga Guðlaugsdóttir vöruhönnuður.

Lesa áfram
Subscribe to RSS - Vöruhönnun