Vigdís Finnbogadóttir

Á baráttudegi kvenna, þann 8. mars blés Íslandsbanki til móttöku í tilefni HönnunarMars í einu af útibúum sínum. Vigdís Finnbogadóttir var sérstakur heiðursgestur og fékk afhent bindi af umfjöllunum dagblaðanna um sig frá forsetatíð sinni til dagsins í dag. Um leið lýstu Íslandsbanki, Veritas og fleiri fyrirtæki því yfir að þau ætla að styrkja vefsíðu um Vigdísi, í samvinnu við Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur, sérstaklega hvað myndefni varðar.

Af þessu tilefni var Hönnunarsafn Íslands beðið um að setja upp nokkrar af þeim flíkum sem eru hluti sýningarinnar ,,Ertu tilbúin frú forseti?“ en Hönnunarsafnið gerði þá sýningu sem stóð yfir í safninu frá febrúar 2014 til febrúar 2015. Sýningin stendur yfir í Minjasafninu á Akureyri og var fatnaðurinn tekinn af sýningunni í nokkra daga og fluttur til Reykjavíkur.

Lesa áfram

Þann 22. mars síðastliðinn var sýningin ,,Ertu tilbúin frú forseti?“ opnuð í Minjasafninu á Akureyri.

Frú Vigdís Finnbogadóttir heiðraði opnunargesti með nærveru sinni en safnstjóri Minjasafnsins á Akureyrir, Haraldur Þór Egilsson og Harpa Þórsdóttir forstöðumaður Hönnunarsafns Íslands buðu gesti velkomna. Framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu, Kristín Ástgeirsdóttir hélt ræðu og bæjarstjóri Akureyrar, Eiríkur Björn Björgvinsson opnaði sýninguna. Fjöldi gesta sótti opnunina og mátti sjá mikla ánægju skína úr augum viðstaddra með það sem fyrir augu bar á sýningunni.

Lesa áfram

Sýningin Ertu tilbúin frú forseti ? sem nýverið lauk í Hönnunarsafni Íslands verður sett upp í Minjasafninu á Akureyri og opnuð þar formlega 21. mars næstkomandi. Samstarf safnanna er í samræmi við stefnu Hönnunarsafns Íslands að þjóna hlutverki sínu með miðlun og starfsemi, á landsvísu.

Ertu tilbúin frú forseti ? er fjölsóttasta sýningin sem Hönnunarsafnið hefur sett upp og hefur hlotið mikið lof íslenskra og erlendra gesta safnsins. Á sýningunni er varpað ljósi á margþætt verkefni frú Vigdísar Finnbogadóttur á forsetatíð hennar. Fatnaður og ýmsir fylgihlutir Vigdísar leiða gesti inn í veröld þjóðarleiðtoga, fyrirmennna og embættismanna ýmissa ríkja.

Lesa áfram

Sýningin ERTU TILBÚIN FRÚ FORSETI fer til Akureyrar

Sunnudaginn 15. febrúar kl. 14:00 verður Þóra Sigurbjörnsdóttir sérfræðingur safnsins með leiðsögn um sýninguna Ertu tilbúin frú forseti? í Hönnunarsafni Íslands.

Á sýningunni er til sýnis bæði fatnaður og ýmsir fylgihlutir fyrrum forseta Íslands, frú Vigdísar Finnbogadóttur, frá embættistíð hennar 1980-1996.

Á 16 ára farsælli forsetatíð sinni ruddi Vigdís ekki aðeins braut kvenna til nýrra metorða í vestrænum samfélögum, heldur stóð hún frammi fyrir því að móta hefð um klæðaburð fyrir konu í slíku embætti. Vigdís var alla tíð mjög eftirsótt og hún þurfti stöðugt að huga að klæðnaði fyrir ólík tækifæri, vinna sem bættist við annan eril í starfi forsetans og aðstoðarfólks hennar. 

Sýningunni lýkur sunnudaginn 22. febrúar.

Lesa áfram

Næstsíðasta sýningarhelgi - leiðsögn sunnudag 15. feb. kl. 14

Date: 
sunnudagur, 15 febrúar, 2015 - 14:00 - 14:45
Næstsíðasta sýningarhelgi - leiðsögn sunnudag 15. feb. kl. 14

Sunnudaginn 15. febrúar kl. 14:00 verður Þóra Sigurbjörnsdóttir sérfræðingur safnsins með leiðsögn um sýninguna Ertu tilbúin frú forseti?

Á sýningunni er til sýnis bæði fatnaður og ýmsir fylgihlutir fyrrum forseta Íslands, frú Vigdísar Finnbogadóttur, frá embættistíð hennar 1980-1996.

Íslenska
Lesa áfram

Sunnudaginn 8. febrúar kl. 14 mun Vigdís Finnbogadóttir mun ganga um sýningu á fatnaði frá forsetatíð sinni í fylgd Hörpu Þórsdóttur forstöðumanns. Hér gefst einstakt tækifæri á að heyra sögurnar á bak við tjöldin. Hvaða meðvituðu ákvarðanir tók Vigdís fyrir opinberar heimsóknir um fataval? Hvaða hefðir hefur hún skapað? Hvaða reglum þurfti hún að fara eftir?

Margt forvitnilegt mun koma fram á þessari leiðsögn, við hvetjum alla til að nýta þetta einstaka tækifæri til að njóta nærveru frú Vigdísar.

 

Á sýningunni er bæði fatnaður og ýmsir fylgihlutir frú Vigdísar Finnbogadóttur frá embættistíð hennar 1980-1996.

 

Síðasti sýningardagur er 22. febrúar.  Allir velkomnir!

Lesa áfram

Vigdís Finnbogadóttir gengur um sýningu með gestum safnsins

Date: 
sunnudagur, 8 febrúar, 2015 - 14:00 - 15:00
Vigdís Finnbogadóttir gengur um sýningu með gestum safnsins

Vigdís Finnbogadóttir mun ganga um sýningu á fatnaði frá forsetatíð sinni í fylgd Hörpu Þórsdóttur forstöðumanns. Hér gefst einstakt tækifæri á að heyra sögurnar á bak við tjöldin. Hvaða meðvituðu ákvarðanir tók Vigdís fyrir opinberar heimsóknir um fataval? Hvaða hefðir hefur hún skapað? Hvaða reglum þurfti hún að fara eftir?

Margt forvitnilegt mun koma fram á þessari leiðsögn, við hvetjum alla til að nýta þetta einstaka tækifæri til að njóta nærveru frú Vigdísar.

 

Íslenska
Lesa áfram

Sunnudaginn 1. febrúar kl. 14:00 verður Harpa Þórsdóttir forstöðumaður safnsins með leiðsögn um sýninguna Ertu tilbúin frú forseti? í Hönnunarsafni Íslands.

Á sýningunni er bæði fatnaður og ýmsir fylgihlutir fyrrum forseta Íslands, frú Vigdísar Finnbogadóttur frá embættistíð hennar 1980-1996.

Á 16 ára farsælli forsetatíð sinni ruddi Vigdís ekki aðeins braut kvenna til nýrra metorða í vestrænum samfélögum, heldur stóð hún frammi fyrir því að móta hefð um klæðaburð fyrir konu í slíku embætti. Vigdís var alla tíð mjög eftirsótt og hún þurfti stöðugt að huga að klæðnaði fyrir ólík tækifæri, vinna sem bættist við annan eril í starfi forsetans og aðstoðarfólks hennar.

Sýningunni lýkur 22. febrúar.

 

Lesa áfram

Sunnudagsleiðsögn 1. febrúar: Ertu tilbúin frú forseti?

Date: 
sunnudagur, 1 febrúar, 2015 - 14:00 - 15:00
Sunnudagsleiðsögn 1. febrúar: Ertu tilbúin frú forseti?

SÝNINGARLOK NÁLGAST. Sunnudaginn 1. febrúar kl. 14:00 verður Harpa Þórsdóttir forstöðumaður safnsins með leiðsögn um sýninguna Ertu tilbúin frú forseti? í Hönnunarsafni Íslands.

Á sýningunni er bæði fatnaður og ýmsir fylgihlutir fyrrum forseta Íslands, frú Vigdísar Finnbogadóttur frá embættistíð hennar 1980-1996.

Íslenska
Lesa áfram

Síður

Subscribe to RSS - Vigdís Finnbogadóttir