Katla Einarsdóttir og Jóhanna Guðrún Jóhannsdóttir leiða smiðjuna, þær eru nýútskrifaðir grafískir hönnuðir. Smiðjan er byggð á útskriftarverkefnunum þeirra frá Listaháskólanum í vor.
Katla bregður á leik með leir, makkarónur og fleira sem umbreytist í skemmtilegt letur. Jóhanna stýrir perli þar sem perluð verða nýstárleg mynstur. Mynstrin eru búin til með gervigreind sem vann þau upp úr Sjónabókinni.
Sjón er sögu ríkari í þessum skemmtilegu nálgunum að grafískri hönnun.