Vinnusmiðja

Katla Einarsdóttir og Jóhanna Guðrún Jóhannsdóttir leiða smiðjuna, þær eru nýútskrifaðir grafískir hönnuðir. Smiðjan er byggð á útskriftarverkefnunum þeirra frá Listaháskólanum í vor.
Katla bregður á leik með leir, makkarónur og fleira sem umbreytist í skemmtilegt letur. Jóhanna stýrir perli þar sem perluð verða nýstárleg mynstur. Mynstrin eru búin til með gervigreind sem vann þau upp úr Sjónabókinni.
Sjón er sögu ríkari í þessum skemmtilegu nálgunum að grafískri hönnun.

Lesa áfram

Í tilefni hinsegin daga verður boðið upp á regnbogaprentsmiðju í Hönnunarsafninu 4. ágúst kl. 13 - 15.

Una María Magnúsdóttir, nemi í grafískri hönnun við Rietveld-akademíuna í Amsterdam, mun leiða smiðjuna sem ætluð er öllum aldurshópum.

Þátttaka er ókeypis og öll hjartanlega velkomin að fagna fjölbreytileikanum!

Lesa áfram

Sunnudaginn 1. maí frá kl. 13 fer fram kröfuspjaldasmiðja í Hönnunarsafni Íslands.

Kröfur og óskir, vonir og þrár krakka í dag og krakka á landnámsöld verða ræddar og allir geta sagt sína skoðun. Kröfuspjöld verða svo hönnuð og útbúin og sköpunargleðin verður við völd.
Þær Dagrún Ósk Jónsdóttir þjóðfræðingur og Ásgerður Heimisdóttir handverkskona og hönnuður leiða smiðjuna sem ætluð er allri fjölskyldunni. Smiðjan er ókeypis og liður í verkefninu Við langeldinn/Við eldhúsborðið sem styrkt er af Barnamenningarsjóði Íslands og ætlað er að vekja börn til umhugsunar um hvað er líkt og ólíkt með lífi barna á landnámsöld og í dag.

Lesa áfram

Þann 26. nóvember næstkomandi frá kl. 14.00 – 17.00 mun Clara Åhlvik sýningarstjóri frá Röhsska safninu í Gautaborg halda fyrirlestur og stýra smiðju um „Vonda hönnun“ í Hönnunarsafni Íslands.

Smiðjan varð til í tengslum við sýningu sem Clara stýrði sem nefndist Ond design. Megintilgangur sýningarinnar var að velta upp spurningum um hönnun og tilgang hennar í breiðara félagslegu samhengi heldur en áður hafði verið gert hjá Röhsska. Safnið hélt nokkrar smiðjur í tengslum við sýninguna þar sem fólk úr ýmsum áttum kom saman og ræddi málefni illrar hönnunar út frá ýmsum vinklum. Smiðjurnar og umræðurnar sem mynduðust heppnuðust svo vel að ákveðið var að bjóða fleirum til borðsins.

Lesa áfram

Listadagar barna- og ungmenna eru haldnir í Garðabæ dagana 19.-29. apríl 2012. Þema listadaganna er ,,Hljómlist” og listadagarnir eru sannkölluð uppskeruhátíð.
 
Hönnunarsafnið hefur boðið upp á hljóðfæra- og listasmiðjur fyrir leik- og grunnskólahópa alla Listadagavikuna.
Lautin fyrir framan safnið hefur fengið skemmtilega uppliftingu með skrautlegum Listadagafígúrum sem nemendur leik- og grunnskólar Garðabæjar hafa skreytt í tilefni daganna.

Lesa áfram

Hönnunarsafn Íslands sýnir jólaóróa sem æfingastöð Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra hóf framleiðslu á er þau fögnuðu 50 ára afmæli sínu árið 2006. Það ár var ákveðið að hefja framleiðslu á jólaóróum til styrktar stöðinni sem sinnir umfangsmestu sjúkra- og iðjuþjálfun barna á landinu. Íslensku jólasveinarnir og nánustu ættingjar þeirra eru í aðalhlutverki í jólaóróaseríunni. Nú þegar hafa sjö úr þessari þekktu fjölskyldu litið dagsins ljós: Kertasníkir, Hurðaskellir, Grýla, Ketkrókur, jólakötturinn og nú síðast Leppalúði. Þær Ingibjörg Hanna Bjarnadóttir hönnuður og Ingibjörg Haraldsdóttir ljóðskáld unnu saman að sköpun Leppalúða í ár.

Lesa áfram

Í nóvember og desember hefur  Hönnunarsafn Íslands boðið upp á jólasmiðjur fyrir nemendur leik-og grunnskóla í tengslum við jólasýningu safnsins Hvít jól. Skólabörnin hafa búið til kramarhús, músastiga,  klippt jóladúka og búið til jólaskraut af ýmsu tagi. Börnin hafa ekki látið sitt eftir liggja sungið jólalög og  skreytt jólatré safnsins með litríku jólaskrauti.
 Jólasmiðjan hefur farið vel af stað og skín ákafinn og tilhlökkun fyrir jólunum úr hverju andliti hver hlutur hefur sitt sérkenni og er búin til af alúð þar sem einfaldleikinn og smáatriðin spila saman og mynda hlut sem er fallegt að skreyta með og gaman að snerta, eiga eða gefa.
Á myndunum má sjá áhugasama nemendur Hofsstaðaskóla og Flataskóla klippa út kramarhús og nemendur Leikskólans Bæjarbóls skreyta jólatré safnsins.

Lesa áfram

Nú er lokið hljóðfærasmiðju þar sem elstu börnum leikskóla og yngstu börnum grunnskóla ásamt kennurum í Garðabæ hefur verið boðið að koma og taka þátt í listasmiðju undir leiðsögn tónlistarkennaranna Hjartar B. Hjartarsonar og Pamelu De Sensi. Í smiðjunni hafa börnin búið til trompet, flautu, trommu og hristu. Hljóðfærasmiðjan mæltist vel fyrir og voru hin ýmsu tóndæmi æfð. Nemendur vinna svo áfram með hljóðfærin í skólunum og hugmyndin er að útbúa tónverk sem hægt er að spila á Listadögum barna og ungmenna vorið 2012.

Smiðjan var haldin í húsnæði Hönnunarsafns Íslands á Garðatorgi á vegum fræðslu- og menningarsviðs Garðabæjar og er hluti af verkefninu HljómList sem er undanfari Listadaga barna og ungmenna 2012.

Lesa áfram

Þann 7. október nk. standa Hönnunarsafn Íslands og fræðslu- og menningarsvið Garðabæjar fyrir námsstefnu, með finnska hönnuðinum Píu Holm. Pía vinnur mynsturhönnun í textíl og nefnir hún námsstefnuna NATURALLY HAPPY PATTERNS eða Náttúrulega hamingjusöm mynstur. Námsstefnan er haldin í tengslum við kynningu Hönnunarsafns Íslands á verkum Píu Holm dagana 7.-21. oktober en hún hefur m.a hannað fyrir Marimekko, þekkt hönnunarfyrirtæki í Svíþjóð og undir eigin merki  happydesign.fi. Námsstefnan er ætluð fagfólki og nemum í hönnun.

Vinsamlegast tilkynnið þátttöku með skráningu á: ardisol@gardabaer.is

Lesa áfram

Þann 16. september n.k. standa fræðslu- og menningarsvið Garðabæjar og Hönnunarsafn Íslands fyrir námsstefnu í nýsköpun og frumkvöðlamennt fyrir leik- og grunnskólakennara í Garðabæ. Námsstefnan verður haldin í smiðju í Hönnunarsafni Íslands.

Dr. Rósa Gunnarsdóttir sérfræðingur hjá Mennta- og menningarmálaráðuneytinu verður með vinnusmiðju í nýsköpunar og frumkvöðlamennt fyrir starfsmenn leik- og grunnskóla Garðabæjar.

Lesa áfram
Subscribe to RSS - Vinnusmiðja