Sunnudaginn 14. febrúar kl. 14 verður Harpa Þórsdóttir sýningarstjóri sýningarinnar Ísland er svo keramískt með leiðsögn um sýninguna. Allir eru velkomnir.
Þetta er yfirlitssýning á verkum Steinunnar Marteinsdóttur leirlistamanns sem hefur verið ákaflega vel sótt frá því að hún var opnuð snemma í janúar
Í leiðsögninni ætlar Harpa að fjalla um leirlist Steinunnar í víðu ljósi, en verk hennar á löngum ferli eru afar ólík. Á sýningunni gefst kærkomið tækifæri til að bera saman ólík tímabil Steinunnar og mismunandi áherslur. Harpa mun í leiðsögninni leggja áherslu á að lýsa höfundareinkennum þessa afkastamikla leirlistamanns og skýra sérstöðu Steinunnar í íslenskri hönnunar– og listasögu.