Yfirlitssýning

Sunnudaginn 14. febrúar kl. 14 verður Harpa Þórsdóttir sýningarstjóri sýningarinnar Ísland er svo keramískt með leiðsögn um sýninguna. Allir eru velkomnir.

Þetta er yfirlitssýning á verkum Steinunnar Marteinsdóttur leirlistamanns sem hefur verið ákaflega vel sótt frá því að hún var opnuð snemma í janúar

Í leiðsögninni ætlar Harpa að fjalla um leirlist Steinunnar í víðu ljósi, en verk hennar á löngum ferli eru afar ólík. Á sýningunni gefst kærkomið tækifæri til að bera saman ólík tímabil Steinunnar og mismunandi áherslur. Harpa mun í leiðsögninni leggja áherslu á að lýsa höfundareinkennum þessa afkastamikla leirlistamanns og skýra sérstöðu Steinunnar í íslenskri hönnunar– og listasögu.

Lesa áfram

Yfirlitssýning_Ámundi_Sigurðsson_grafískur hönnuður_HönnunarMars2015

Ámundi:

Á 30 ára ferli hefur Ámundi Sigurðsson unnið við nánast öll þau verkefni sem grafískum hönnuðum eru falin við sjónræna miðla. Staðsetning hönnuðarins, að hlusta á óskir viðskiptavinarins og vinna eftir ákveðnum línum krefst þess að hann lesi vel umhverfi sitt og samsami sig þörfum kúnnans. Í verkum Ámunda má vissulega greina stílsögu síðustu áratuga. Höfundarverk hans liggur þó að miklu leyti í þeim andstæðum sem hægt er að tengja togstreitunni við að vera undir valdi listagyðjunnar og að skapa grípandi myndmál.

2015-03-11T00:00:00 to 2015-05-31T18:00:00
Lesa áfram

Gunnar Magnússon

Gunnar Magnússon er meðal afkastamestu og frumlegustu húsgagnahönnuða og innanhúss- arkitekta okkar og hefur markað djúp spor í sjónræna vitund og daglegt umhverfi margra Íslendinga. Á yfir fjörutíu ára starfsferli teiknaði hann húsgögn og innréttingar fyrir einstaklinga, fyrirtæki og stofnanir, endurgerði hurð Alþingishússins, hannaði skákborðið fyrir „einvígi aldarinnar“, vann að hönnun innréttinga í skip og flugvélar, tók þátt í fjölda sýninga og kenndi um árabil við Iðnskólann í Reykjavík. Þar hafði hann sterk áhrif á komandi kynslóðir hönnuða og handverksmanna. Hann var sjálfur lærður húsgagnasmiður, hjá Guðmundi „blinda“ í Víði, og gat rætt við þá sem útfærðu húsgögnin hans af þekkingu, innsæi og sem „einn af hópnum“.

2011-02-11T00:00:00 to 2011-05-29T00:00:00
Lesa áfram

Gísli B. - Fimm áratugir í grafískri hönnun.

Þann 25. október næstkomandi mun forseti Íslands opna yfirlitssýningu á verkum Gísla B. Björnssonar grafísks hönnuðar í Hönnunarsafni Íslands.  Gísli B. er að sönnu einn atkvæðamesti grafíski hönnuðurinn í íslenskri hönnunarsögu á 20. öld. Hann stofnaði auglýsingastofu Gísla B. Björnssonar þegar hann kom úr námi frá Þýskalandi árið 1961 og ári síðar stofnaði hann sérdeild í auglýsingateiknun við Myndlista- og handíðaskólann sem í dag er braut grafískrar hönnunar í Listaháskóla Íslands.

2012-10-25T00:00:00 to 2013-03-03T00:00:00
Lesa áfram

GÍSLI B. – FIMM ÁRATUGIR Í GRAFÍSKRI HÖNNUN
Yfirlitssýning í Hönnunarsafni Íslands (25.10.2012-3.3.2013)

Lesa áfram
Subscribe to RSS - Yfirlitssýning