Í Svarta sal Hönnunarsafn Íslands stendur yfir kynning á jólakúlum og jólaóróum Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra.
Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra hefur frá jólunum 2003 látið gera Kærleikskúlu úr gleri. Allur ágóði af sölu hennar rennur til starfsemi Reykjadals.

Ár hvert fær Kærleikskúlan nýtt útlit sem skapað er af listamanni. Í ár ber hún titilinn „Skapaðu þinn heim“ og er hönnuð af listakonunni Yoko Ono.
Gler kúlunnar er tært eins og kærleikurinn, rauður litur borðans táknar lit jólanna. Með þessum táknum fylgir boðskapur hvers listamanns á sjálfri kúlunni.
 
Í umbúðum sem fylgir hverri kúlu er bæklingur með upplýsingum um listamanninn sem skreytir kúluna og hugleiðingar hans um eigið verk.

Lesa áfram