Síðastliðið sumar var efnt til hönnunarsamkeppni um tillögur að húsgögnum í Hörpu, tónlistar- og ráðstefnuhúsið í Reykjavík. Óskað var eftir tillögum að bekkjum fyrir börn og fullorðna, framhliðum á færanlega bari, færanleg borð í almenningsrými auk ræðupúlta og framhliða á ráðstefnuborð í ráðstefnusali og fundarherbergi hússins. Um er að ræða hönnun fyrir þau rými þar sem tekið er á móti gestum, við aðalinngang á jarðhæð, á svölum framan við salina og í ráðstefnu- og fundarsali.

2011-01-14T00:00:00 to 2011-03-13T00:00:00