Glerlist

Í sumar hafa sænskir glerlistmunir verið til sýnis í Hannesarholti. Sýningin stendur uppi til 17. ágúst næstkomandi. Munirnir eru hluti sænsku glergjafarinnar sem var stofngjöf til Hönnunarsafns Íslands. Sænskir glerlistamenn og glerframleiðendur gáfu stórkostleg glerlistaverk til að styrkja hið unga safn á þennan einstaka og höfðinglega hátt. Gjöfin var afhent við hátíðlega athöfn af Karli Gústaf Svíakonungi árið 2004 og hefur verið sýnd að hluta eða í heild sinni nokkrum sinnum hér á landi frá því að hún var afhent. Tilvalið er leggja leið sína  í Hannesarholt á Grundarstíg í Reykjavík og skoða þessa fallegu muni.

Lesa áfram

Viðmið

Sýningarstjóri Paradigm er listamaðurinn Lars Sture og samanstendur sýningin af verkum 18 norskra listamanna sem vinna með gler, keramik og málma. Verkin á sýningunni eru eftir marga af fremstu listamönnum Norðmanna og fór val verkanna fram í náinni samvinnu við þá.

Á sýningunni kemur berlega í ljós sá einstaki hæfileiki sem listamenn hafa til að tengja handverkshefðina við nýjar hugmyndir og ljá sköpunarverki sínu yfirbragð vandaðrar vinnu og frumleika. Verkin á sýningunni eiga það öll sameiginlegt að hafa öðlast líf eftir þrotlausar rannsóknir og prófanir.

2013-12-07T00:00:00 to 2014-03-09T00:00:00
Lesa áfram

Sýnishorn úr safneign

Eitt af meginmarkmiðum Hönnunarsafnsins er að safna hönnunargripum og varðveita þá sem marktækan vitnisburð um íslenska hönnunar- og listhandverkssögu. Rannsóknir eru skammt á veg komnar á flestum sviðum hönnunar á Íslandi.

Söfnun muna miðast við tímabilið 1900 til samtíma.

Safneignin í dag samanstendur af rúmlega 1200 gripum en á langt í land með að endurspegla á heildrænan hátt hönnunarsögu ákveðins tímabils, stílsögu þess eða einn flokk hönnunar umfram annan.

HVERJU ER SAFNAÐ?

2010-05-27T00:00:00 to 2010-10-05T00:00:00
Lesa áfram

Hlutirnir okkar

Frá stofnun Hönnunarsafns Íslands árið 1998 hafa safninu borist margir prýðilegir gripir sem varpa ágætu ljósi á íslenska og erlenda hönnun. Safneignin endurspeglar nú þegar þá miklu fjölbreytni sem hönnunarsagan samanstendur af.

2011-06-09T00:00:00 to 2012-03-04T00:00:00
Lesa áfram
Subscribe to RSS - Glerlist