Hrafnhildur Arnardóttir eða Shoplifter hefur skapað sér mikla sérstöðu innan listheimsins með notkun á hári í verkum sínum. Nú nýverið hlaut Hrafnhildur mikilvæga viðurkenningu þegar hún var var valin fulltrúi hinna virtu norrænu textílverðlauna sem verða afhent síðar á þessu ári. Hárið í verkum Hrafnhildar gegnir ekki aðeins hlutverki uppistöðu heldur er táknheimur og merkingarbærni þess ríkur hluti af myndsköpun Hrafnhildar. Almennt séð er hárið hluti af sjálfsmynd mannsins, glæsileika hans og hégóma en það getur einnig vakið ónotakennd og er nánast órjúfanlegur hluti þess að skapa ógeðfelldar persónur og mystík og ná fram myndheimi myrkra afla.

2011-03-23T00:00:00 to 2011-05-29T00:00:00