Velkomin á opnun á sýningunni Heimilistextíll.
Textíll er mikilvægur hluti af heimilinu og gegnir margvíslegum hlutverkum til dæmis sem áklæði, dúkar, teppi, servíettur, viskastykki og rúmföt. Þær Guðrún Kolbeins, Bethina Elverdam Nielsen og Brynhildur Þórðardóttir hafa allar einbeitt sér að vönduðum textíl fyrir heimilið. Verk þeirra snúast um hversdagslegar athafnir eins og að þurrka hendurnar, leggjast undir teppi, halla höfði, þurrka leirtau og leggja á borð. Verkin bera með sér tíma og alúð og gera hversdaginn vandaðri og fegurri.
Sýningin er sú fimmta og síðasta í sýningaröð sem efnt var til í tilefni af 50 ára afmæli Textílfélgasins.