Smiðja
01.09.202413:00–15:00

Karfafyrirgóðgætioggersemar
FjölskyldusmiðjameðGuðrúnuPétursdóttur

Lærum að vefa litla og litríka körfu sem er tilvalin undir hvers konar góðgæti og gersemar. Við þræðum undir og yfir, undir og yfir og dáleiðumst saman af því heillandi handverki sem körfuvefnaður er.

Smiðjuna leiðir Guðrún Pétursdóttir körfugerðakona sem hefur verið í vinnustofudvöl á safninu í sumar. Guðrún hefur stundað körfugerð í rúm 40 ár og haldið fjölda námskeiða. Undanfarinn áratug hefur hún alfarið snúið sér að því að nýta efnivið úr íslenskri náttúru til körfugerðar og listsköpunar. Körfurnar hennar eru úr víðigreinum, berki, rótum, melgresi og íris.

Smiðjan er hluti af fjölskyldudagskrá Hönnunarsafns Íslands sem fer fram fyrsta sunnudag hvers mánaðar í fræðslurými safnsins. Aðgangur er ókeypis og opinn öllum.