Paolo Gianfrancesco, arkitekt, verður með leiðsögn um sýninguna Borgarlandslag sunnudaginn 14. apríl kl. 13 í Hönnunarsafni Íslands. Sýningin samanstendur af 100 borgarkortum sem Paolo hefur útfært og hannað.
Með því að sýna saman kort af öllum höfuðborgum Evrópu og stærstu borgum í fylkjum Bandaríkjanna gefst yfirsýn sem ekki er möguleg á Google Maps eða með því að fletta í bók, ekki einu sinni með því að ferðast. Borgir eru svo sannarlega magnað sköpunarverk.
Leiðsögnin fer fram á ensku. Aðgangseyrir að safninu gildir.