Smiðja
30.11.202413:00–00:00

Ó!Rói
AðventusmiðjafyrirfjölskyldurmeðÞYKJÓ

,Ilmandi kanilstangir, hrjúfir könglar, dúnmjúkir ullarhnoðrar og kræklóttar greinar”.

Við opnum skilningarvitin okkar mjúklega við upphaf aðventunnar. Við leggjum áherslu á ilminn sem fylgir jólahátíðinni og förum skapandi höndum um náttúrulegan efnivið úr nærumhverfinu. Við óróagerð æfum við sjálfa jafnvægislistina og lærum hvernig ólíkir hlutir geta myndað eina samhangandi heild.

Smiðjan er leidd af ÞYKJÓ, þverfaglegu teymi hönnuða sem vinna fyrir börn og fjölskyldur þeirra á sviði upplifunarhönnunar, innsetninga og vöruhönnunar. Á meðal nýlegra verkefna er innsetningin Hljóðhimnar í Hörpu, húsgagnalínunar Kyrrðarrými og Hreiður og þátttökuverkefnið Gullplatan: Sendum tónlist út í geim! ÞYKJÓ hefur verið tilnefnt til Hönnunarverðlauna Íslands í tvígang, árið 2021 og 2022 og hlaut tilnefningu til alþjóðlegu YAM verðlaunanna 2023.

Smiðjan Ó!Rói er hluti af Aðventuhátíð Garðabæjar og fer fram í Fræðslurými Hönnunarsafns Íslands. Aðgangur er ókeypis og opinn öllum.